Lexus á Íslandi

MEÐHÖNDLUN PERSÓNUUPPLÝSINGA

Við viljum fullvissa þig um það að við munum sjá til þess að einungis aðilar með tilskildar heimildir hafi aðgang að persónuupplýsingum þínum þegar nauðsynlegt er. Til dæmis til að senda þér tölvupóst í markaðsskyni, boð um að taka þátt í könnunum eða öðru slíku sem þú hefur gefið leyfir fyrir. Samþykki þitt verður ekki ofnotað til þess að senda þér óþarfa fjölpósta eða hafa samband við þig í tíma og ótíma.

Við gerum tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja viðeigandi gagnaöryggisstig, m.a. út frá eðli þeirra persónuupplýsinga þinna sem þarf að vernda. Þessum ráðstöfunum er ætlað að koma í veg fyrir óheimila birtingu eða aðgang, óviljandi eða ólöglega eyðingu eða óviljandi tap eða breytingu og aðra ólöglega Vinnslu.

Við geymum persónuupplýsingar þínar á þann hátt sem samræmist gildandi persónuverndarlögum og -reglugerðum og ekki í lengri tíma en nauðsynlegt er til að þjóna þeim tilgangi sem liggur að baki því að þeim er safnað.

Við tryggjum að allar persónuupplýsingar þínar sem fluttar eru út fyrir EES séu varðar á fullnægjandi hátt. Við tryggjum að aðgangur þriðju aðila að persónuupplýsingum og flutningur á þeim til þriðju aðila fari fram í samræmi við gildandi lög og í samræmi við viðeigandi samningsbundnar verndarráðstafanir.