Hver veitir ábyrgðina? Lexus ábyrgist að ökutækið hafi verið framleitt samkvæmt ströngustu gæðakröfum Lexus og skoðað nákvæmlega fyrir afhendingu.
Til hvaða landa nær ábyrgðin a bílnum mínum? Verksmiðjuábyrgð Lexus fyrstu 3 árin, eins og hún er skilgreind í þessu yfirliti, gildir í eftirtöldum ríkjum: Andorra, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegovíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Gíbraltar, Grikklandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Ítalíu, Liectenstein, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Noregi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Serbíu og Svartfjallaland, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Makedóníu, Hollandi og Stóra-Bretlandi.
Ef þú hyggst ferðast með bílinn til annarra landa en þeirra sem tilgreind eru hér að ofan mælum við með því að þú fáir nánari upplýsingar hjá næsta viðurkennda þjónustuaðila Lexus.
Hvenær hefst ábyrgðartíminn? Ábyrgðartíminn hefst á nýskráningardegi ökutækisins.
Þarf ég að greiða fyrir viðgerðir á bílnum mínum sem fara fram a ábyrgðartímanum? Nei. Viðurkenndur þjónustuaðili Lexus framkvæmir hvers konar viðgerðir sem ábyrgðin nær til án þess að þú verðir að greiða fyrir vinnu eða varahluti. Lexus ákveður hvort gert verði við hluti eða skipt um þá.
Er ég bíllaus á meðan á ábyrgðarviðgerð stendur? Nei – Lexus á Íslandi lánar þér bíl á meðan á ábyrgðarviðgerð stendur fyrstu 5 árin frá nýskráningardegi bílsins, sé hann fluttur inn af Lexus á Íslandi og svo fremi sem bilunin stafi af galla sem ábyrgðin nær til. Slík bílalán ná ekki til innkallana á vegum Toyota Motor Europe.
Nær ábyrgðin til hjólbarða? Sérstök ábyrgð hjólbarðaframleiðandans gildir um hjólbarðana. Leitaðu upplýsinga hjá viðurkenndum þjónustuaðila Lexus.
Hvað gerist ef ég sel bílinn minn? Lexus-ábyrgðin flyst sjálfkrafa yfir á nýja eigendur þeim að kostnaðarlausu.
Hefur ábyrgðin áhrif á lagalegan rétt minn? Nei. Ábyrgð Lexus rýrir aldrei rétt þinn sem tryggður er með lögum.
Til hvaða hluta nær ábyrgðin ekki? Við veitum þér víðtæka ábyrgð sem endurspeglar gæði Lexus. Ábyrgð Lexus er ætlað að ná til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða samsetningu. (sjá "Atriði sem ábyrgðin nær ekki til" hér til hliðar)