Lexus á Íslandi
ÁBYRGÐ

7 ÁRA ÁBYRGÐ LEXUS

Sjö ára ábyrgð (3+4) er á öllum nýjum Lexus bílum sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf – viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Lexus hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi, allt frá stofnun fyrirtækisins, að búa að langtímasambandi við viðskiptavini sína og er sjö ára ábyrgðin mikilvægur þáttur í að styrkja frekar þau bönd sem til staðar eru og á sama tíma gera kaup á nýjum Lexus bílum enn skynsamari kost en ella.

ÁBYRGÐ FYRSTU ÞRJÚ ÁRIN

  • Ábyrgðarskilmálar

    Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans, sem fram kemur í eigandahandbókinni. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Mælst er til að viðurkenndur þjónustuaðili Lexus annist reglubundið viðhald ökutækisins.

    Eigandi/umráðamaður ber ábyrgð á því að halda nauðsynlegar skrár til að sanna að slíkt viðhald hafi farið fram. Ef fram koma gallar, sem ábyrgðin nær til, er skylt að fara með ökutækið til viðurkennds þjónustuaðila Lexus svo skjótt sem auðið er. Það skal gert til þess að koma í veg fyrir aukna galla eða skemmdir og ökutækið þarfnist víðtækari viðgerðar en upphaflega hefði verið þörf fyrir.

    Alhliða ábyrgð

    Ábyrgðin (3+4) nær til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða við samsetningu við eðlilega notkun í 7 ár eða 200.000 km, hvort sem fyrr verður, en engin takmörk eru á kílómetrafjölda á fyrsta ári. Ábyrgðin nær til þess að koma ökutækinu til næsta umboðsmanns Lexus ef bilun verður, sem veldur því að bíllinn verður óökufær, svo fremi bilunin stafi af galla sem ábyrgðin nær til.

    Ryð á yfirborði, málning og felgur

    Ábyrgðin nær til ryðs á yfirborði og galla í málningu, sem koma fram á máluðum hlutum yfirbyggingar og stafa af efnisgalla, eða slælegum vinnubrögðum, í 3 ár hversu mikið sem bíllinn hefur verið ekinn. Undantekning frá þessu er þó pallur pallbíla sem er í ábyrgð í 1 ár. Felgur eru í 2 ára ábyrgð.

    Gegnumryð

    Ábyrgðin gildir í 12 ár, hversu mikið sem bíllinn hefur verið ekinn, og nær til gegnumryðs á yfirbyggingu (þ.e. hvers konar gata á yfirbyggingu sem myndast hafa innan frá) sem rekja má til efnisgalla eða slælegra vinnubragða.

    Pallur pallbíla er í ábyrgð í 3 ár. „Yfirbygging“ er skilgreind sem hvers konar upprunalegur hluti yfirbyggingar frá Lexus úr plötustáli, þ.m.t. vélarhlíf, hurðir og lok á farangursgeymslu. Aðrir hlutar sem tengjast yfirbyggingunni eins og listar, stuðarar og lamir falla ekki undir 12 ára gegnumryðsábyrgð. Ábyrgðin nær til ryðs á yfirborði og galla í málningu, sem koma fram á máluðum hlutum yfirbyggingar og stafa af efnisgalla, eða slælegum vinnubrögðum, í 3 ár hversu mikið sem bíllinn hefur verið ekinn. Undantekning frá þessu er þó pallur pallbíla sem er í ábyrgð í 1 ár.

    Eðlilegt slit - Skrölt, hljóð, slit og rýrnun, svo sem aflitun, upplitun eða aflögun.

    Á 4. til og með 7. ári - Ekki er ábyrgð t.d. á höggdeyfum, soggrein, pústgreinum, útblásturskerfi, kúplingu, innréttingu, yfirborðsryði, málningu o.s.frv. Sjá nánar skilmála á 4. til og með 7. ári sem fylgja ökutækinu.

    Viðhaldskostnaður - Eðlilegur viðhaldskostnaður, svo sem vélarstilling, skipting á vökvum og síum, smurning, reimar, AC vökvi, bætiefni, þrif og bónun, endurnýjun kerta, öryggja og ljósapera, og skipti á slitnum þurrkublöðum, hemlaklossum, hemlaborðum og kúplingu og ryð sem rekja má til utanaðkomandi ákomu s.s. vegna steinkasts.

    Ökutæki þar sem stöðu vegmælis hefur verið breytt - Gallar í ökutækjum þar sem stöðu vegmælis hefur verið breytt þannig að ekki er auðvelt að ganga úr skugga um hve mikið því hefur verið ekið.

    Ökutæki sem hefur verið bjargað eða talið ónýtt - Ökutæki sem fjármálastofnun eða vátryggjandi hefur lýst yfir að hafi verið „bjargað“ eða eitthvað slíkt eða sé „algerlega ónýtt“ eða viðlíka.

    Tilfallandi tjón - Tilfallandi eða afleitt tjón í tengslum við bilun ökutækis, þ.m.t., en takmarkast þó ekki við, óþægindi, ferða- eða flutningskostnaður, símtöl og gisting, tap á persónulegum eigum eða öðrum verðmætum og tekjutap.

    Tjón eða bilanir sem stafa beint eða óbeint af einhverjum af eftirtöldum utanaðkomandi atburðum:

    - Eldsvoði, slys eða þjófnaður.

    - Ill meðferð eða vanræksla.

    - Misnotkun, t.d. kappakstur eða ofhleðsla.

    - Viðgerðir hjá öðrum en viðurkenndum þjónustuaðilum Lexus.

    - Ísetning annarra varahluta en þeirra sem viðurkenndir eru af Lexus.

    - Breytingar eða fikt, þ.m.t. ísetning aukahluta sem eru ekki viðurkenndir af Lexus.

    - Skortur á réttu viðhaldi, þ.m.t notkun annarra vökva en þeirra sem tilgreindir eru í eigandahandbókinni.

  • Hver veitir ábyrgðina? Lexus ábyrgist að ökutækið hafi verið framleitt samkvæmt ströngustu gæðakröfum Lexus og skoðað nákvæmlega fyrir afhendingu.

    Til hvaða landa nær ábyrgðin a bílnum mínum? Verksmiðjuábyrgð Lexus fyrstu 3 árin, eins og hún er skilgreind í þessu yfirliti, gildir í eftirtöldum ríkjum: Andorra, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegovíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Gíbraltar, Grikklandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Ítalíu, Liectenstein, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Noregi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Serbíu og Svartfjallaland, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Makedóníu, Hollandi og Stóra-Bretlandi.

    Ef þú hyggst ferðast með bílinn til annarra landa en þeirra sem tilgreind eru hér að ofan mælum við með því að þú fáir nánari upplýsingar hjá næsta viðurkennda þjónustuaðila Lexus.

    Hvenær hefst ábyrgðartíminn? Ábyrgðartíminn hefst á nýskráningardegi ökutækisins.

    Þarf ég að greiða fyrir viðgerðir á bílnum mínum sem fara fram a ábyrgðartímanum? Nei. Viðurkenndur þjónustuaðili Lexus framkvæmir hvers konar viðgerðir sem ábyrgðin nær til án þess að þú verðir að greiða fyrir vinnu eða varahluti. Lexus ákveður hvort gert verði við hluti eða skipt um þá.

    Er ég bíllaus á meðan á ábyrgðarviðgerð stendur? Nei – Lexus á Íslandi lánar þér bíl á meðan á ábyrgðarviðgerð stendur fyrstu 5 árin frá nýskráningardegi bílsins, sé hann fluttur inn af Lexus á Íslandi og svo fremi sem bilunin stafi af galla sem ábyrgðin nær til. Slík bílalán ná ekki til innkallana á vegum Toyota Motor Europe.

    Nær ábyrgðin til hjólbarða? Sérstök ábyrgð hjólbarðaframleiðandans gildir um hjólbarðana. Leitaðu upplýsinga hjá viðurkenndum þjónustuaðila Lexus.

    Hvað gerist ef ég sel bílinn minn? Lexus-ábyrgðin flyst sjálfkrafa yfir á nýja eigendur þeim að kostnaðarlausu.

    Hefur ábyrgðin áhrif á lagalegan rétt minn? Nei. Ábyrgð Lexus rýrir aldrei rétt þinn sem tryggður er með lögum.

    Til hvaða hluta nær ábyrgðin ekki? Við veitum þér víðtæka ábyrgð sem endurspeglar gæði Lexus. Ábyrgð Lexus er ætlað að ná til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða samsetningu. (sjá "Atriði sem ábyrgðin nær ekki til" hér til hliðar)

ÁBYRGÐ Á FJÓRÐA TIL OG MEÐ SJÖUNDA ÁRI

  • Eigandi ökutækisins á, þar sem því verður við komið, rétt á viðgerðum án endurgjalds á vélrænum, rafrænum og rafeindatengdum göllum sem rekja má til framleiðslu eða samsetningar, að uppfylltum þeim skilyrðum sem lýst er í þessu skjali.

    Hnökralaus notkun sem vænta má í samræmi við raunverulega bifreiðartækni í ökutækinu frá Lexus á Íslandi með varahlutum og vinnu á 4. til og með 7. ári ábyrgðartímans eða allt að 200 þúsund km, hvort sem kemur á undan. Ábyrgð á 4. til og með 7. ári tekur gildi á þeim degi sem 3 ára verksmiðjuábyrgð framleiðanda fellur úr gildi.

    Að öllum viðeigandi skilyrðum uppfylltum nær ábyrgðin yfir viðgerðir á eftirfarandi hlutum:

    Vél: vélarblokk; jafnvægisstöng; knastás; undirlyfta, undirlyftutappi, undirlyftuarmur; rokkerarmar (vippuarmar); ventlar og ventlastýringar; sveifarás og sveifaráslegur; sveifarástrissa; strokklok; strokkloksþétti; stimpilstangir; öxultengi; tengiplata/ drifplata; kasthjól; startkrans; leiðihjól; olíupanna; olíuþrýstirofi; smurolíudæla; stimplar og stimpilhringir; stimpillegur og stimpilfóðringar; pakkningar og þétti; tímareim; tímareimarstrekkjarar; tímareimarleiðihjól; tímakeðja; tímahjól; forþjappa; eftirkælir forþjöppu; afléttiloki forþjöppu; ventlalok og ventlapakkningar; kælivatnsdæla; ventill endurhringsrásar útblástursgass; olíukælir; olíusíuhús; bankskynjari; súrefnisskynjari; barkar/kaplar (ekki raflagnir).

    Eldsneytiskerfi (bensín): eldsneytisdæla; rafknúin eldsneytisdæla; loftflæðimælir; rafrænt eldsneytisinnspýtingarkerfi; stjórntölva; sogháls; eldsneytisspíssar; eldsneytisþrýstingsstillir; flotholt og sendir; eldsneytisgeymir; eldsneytismælir.

    Eldsneytiskerfi (dísil): innsprautunardæla fyrir dísileldsneyti; eldsneytisdæla; loftflæðimælir; stjórntölva; spjaldstöðuskynjari; eldsneytislokar; hitakerti; flotholt og sendir; eldsneytisgeymir.

    Kælikerfi: hæðarskynjari kælivökva; rafliði kæliviftu; kæliviftuskynjari; hitarofi eða -skynjari fyrir kælivökva á vél; vélarvifta; seigjutengi á kæliviftu; vatnskassi; vatnskassalok; vatnslás og vatnslásshús.

    Beinskiptur gírkassi: höfuðdæla (kúplingsdæla); kúplingsstrokkur; gaffall og gaffalliður kúplingar; kúplingsbarkar; tengihlutir kúplingar; sambyggður gírkassi og drif/gírkassi; tannhjól og öxlar; gírbremsur; nafir; legur og fóðringar; pakkningar og þétti; tengihlutir og skiptibarkar; gírstöng.

    Sjálfskiptur gírkassi: sambyggður gírkassi og drif/gírkassi; tannhjól og öxlar; valbúnaður; rafrænn gerandi; hemlabönd; kúplingar; ventilhús; olíudæla; olíukælir; stjórntölva; nafir; legur og fóðringar; pakkningar og þétti; tengihlutir og skiptibarkar; vökvagír; gírstöng.

    Millikassi og mismunadrif: miðlægt mismunadrif; mismunadrifshús;kambhjól og pinjón mismunadrifs; öxlar; tannhjól; legur; fóðringar; mismunadrifsnafir; millikassastangir.

    Aflrás: Jafnhraða hverfiliðir; hjöruliðir; öxlar (fyrir sjálfstæða fjöðrun); driföxlar; legur; fóðringar; tengsli; pakkningar og þétti.

    Fjöðrun: fjaðrir að framan og aftan; snerilfjöður; millibilsstangir; hjólöxlar með sjálfstæða fjöðrun frá driföxli; þverbitar í grind; hálfgrindur; hjólalegur (upp að 160.000 km); nafir; millileggi; lásrær.

    Stýrisbúnaður: aflstýrisvél; stýrisvél; tannhjólahús; tannstangarstýrisvél; aflstýrisdæla; aflstýrisforðageymir; þéttingar; legur; stýrisarmar; millistöng; stýrissúla; stýrisliðir; milliarmur.

    Hemlar: ABS-stjórntölva; ABS-kerfisþættir; hraðaskynjarar; hemlahjálparkútur; diskahemlaklafar; hemlaskálar; tengiliðir; magnlokar; höfuðdæla; hemlavökvageymir; hjóldælur; sogdæla.

    Loftkæling/miðstöð: varmaskiptir; miðstöðvarstjórnlokar; kælivifta miðstöðvar; loftkælingarþjappa; þéttir; eimir; safnari og þurrkari; stjórntæki miðstöðvar; miðstöðvarloki; hitaskynjari eimis.

    Rafkerfi: Hybrid rafgeymi; ræsimótor; rafall; háspennukefli; þurrkumótorar; rúðusprautumótorar; stefnuljósarafliði; blásaramótor miðstöðvar; flauta; handvirkir rofar; spíralkapall loftpúða; rafrænn sviss; rafliðar; hitaelement í rúðum; stjórntölva (aksturstölva); rúðulyftibúnaður og mótorar; stjórnrofi fyrir rúðulyftibúnað; færslumótorar fyrir baksýnisspegla; fjarstýringar í lyklum; hreyfar í rafdrifnum læsingum (læsingamótorar og segulspólur); loftpúðaskynjarar; fjarlæsingarstjórntölva; tímaliði fyrir innilýsingu; mælar; klukkur; hraðamælir og hraðaskynjari; snúningshraðamælir; leiðslukaplar (fyrir skammhlaup); færslumótorar í sætum; vindlingakveikjarar; skynjarar; hitaelement í sætum; þjófavarnarkerfi (aðeins frá Toyota); færslumótorar í aðalljósum; kertaleiðslur; endurforritun stjórntölva og hugbúnaðar (nema þegar aðeins á að eyða bilanakóða).

    Yfirbygging: Þakgluggi/sóllúga (aðeins frá Toyota); færslumótorar fyrir þakglugga/sóllúgu (aðeins frá Toyota); hurðalæsingar; barki í vélarhlífaropnun; hlerastög; þurrkubraket; sætisfærslur; öryggisbeltabúnaður; aukahlutir frá verksmiðju; og Toyota aukahlutir sem eru uppsettir af viðurkenndum þjónustuaðila svo lengi sem þeim hefur verið hlaðið upp í CWS af hálfu Toyota á Íslandi innan þriggja mánaða frá skráningu ökutækis

    Hybrid íhlutir (þegar 5 ára og/eða 100.000 km verksmiðjuábyrgð er liðin):
    Stjórntölva drifrafhlöðu, stjórntölva Hybridkerfis og umriðill Hybridkerfis.

    Íhlutir efnarafalskerfis: Loftdæla efnarafals, spennubreytir efnarafals, vetnisgeymar, aflstjórnbúnaður vetniskerfis og efnarafall.

    Rafmagnsíhlutir: Drifmótor og umriðill fyrir drifmótor.

    • varahluturinn er ekki á listanum yfir tryggða varahluti í grein 3 hér til hliðar.
    • hann er til kominn vegna slits, mikils hlaups, hávaða og/eða titrings.
    • ökutækinu hefur ekki verið haldið við eða gert við það samkvæmt ráðleggingum framleiðanda; þetta ákvæði tekur gildi við skráningu ökutækisins.
    • hann er til kominn vegna galla sem ekki voru tilkynntir tafarlaust til viðurkennds þjónustuaðila Lexus eða viðurkenndur þjónustuaðili Lexus hefur á annan máta ekki fengið til tækifæri til að gera við.
    • hann er til kominn vegna viðgerða sem ekki voru framkvæmdar af viðurkenndum þjónustuaðila Lexus.
    • hann er til kominn vegna galla sem rekja má til annarrar notkunar ökutækisins en framleiðandi ráðleggur (svo sem misnotkunar, spyrnu; utanvegaaksturs, breytinga, ofhleðslu).
    • hann er til kominn vegna ytri orsaka og/eða náttúrufyrirbæra (svo sem vatnsleka og ryks, grjótskemmda, flóða, ísingar, illviðris, náttúruhamfara, slysa, elds, sprenginga, stríðs, óeirða, aðgerða yfirvalda, aðgerða af ásettu ráði eða í fjandsamlegum tilgangi, notkunar í leyfisleysi, saltmengunar, glertæringar og rispa, óhreininda).
    • hann er til kominn vegna galla sem ekki eru af völdum Lexus.
    • hann er til kominn vegna skemmda vegna aukahluta eða sérstaks búnaðar sem ekki er frá Lexus.
    • hann er til kominn vegna vanrækslu af ásettu ráði eða vítaverðs gáleysis (þar með talið en ekki takmarkað við óviðeigandi smurefni og eldsneyti).
    • hann er til kominn vegna breytinga á upprunalegri hönnun ökutækisins eða uppsetningar tiltekinna aukahluta sem gera það að verkum að ökutækið uppfyllir ekki lengur lágmarkskröfur sem framleiðandinn setur.
    • hann er til kominn vegna varahluta sem settir hafa verið í ökutækið sem ekki eru af sömu gæðum og upprunalegir varahlutir frá framleiðanda.
    • hann er til kominn vegna rangrar festingar hjóla, rangra viðgerða eða óviðeigandi skipta á einstökum íhlutum.
    • hann er afleiðing rangrar uppsetningar; eða er til kominn vegna notkunar hlutar sem greinilega þarfnast viðgerðar, nema hægt sé að sýna fram á að skemmdin tengist viðkomandi hlut ekki.

    Ábyrgðin nær ekki yfir kostnað vegna:

    • óbeins kostnaðar á borð við hagnaðar- eða tekjutap hjá eiganda ökutækis; flutning; drátt; síma; gistingu; leigu; eignatjón eða glötuð verðmæti.
    • útlitstengdra atriða á borð við lakkviðgerðir; ryðviðgerðir; óeðlilegan lit; upplitun; aflögun; sprungur; hluta sem losna; hluta sem detta af; vatnsleka- og rakaskemmdir.

    • Viðhaldshlutir (t.d. varahlutir sem þarf að skipta um reglulega, síur, hemlaklossar, borðar; skór og barkar, kúplingsdiskar, kúplingshlíf og kúplingslegur), felgur, hjólbarðar, kílreimar, rafgeymar, vökvar, kerti, bilanagreining.
    • Gúmmíhlutir (t.d. gúmmislöngur (miðstöð), leiðslur og rör úr gúmmíefni, plasti, áli, stáli eða öðru efni fyrir fast eða fljótandi efni,, vélar- eða yfirbyggingarfestingar, skrautlistar, þurrkublöð), drifskaftshosur, höggdeyfar (þ.m.t. loftstrokkar) og fjaðrir, fóðringar á jafnvægisstöng, hlutir fyrir fljótandi jarðolíugas/ eldsneytiskerfi frá öðrum en framleiðanda og beinar og afleiddar skemmdir vegna þeirra (einnig vegna breytinga á kerfi frá framleiðanda til að nota fljótandi jarðolíugas eða eldsneytiskerfi frá öðrum en framleiðanda).
    • Yfirbygging og lakk (t.d. ljós, kastarar, perur, linsur, borð, stuðarar, gler, króm, loftnet, handföng og áklæði, skraut að utan, þéttikantar, gljáandi málmlakk (málmhlutar án húðunar), viðgerðir vegna tæringar að því gefnu að almenn ábyrgð vegna tæringar sé ekki í gildi.
    • Innanrými (t.d. áklæði, sætishlífar, púðar, teppi, loftræstingarristar, öskubakkar, hnappur á gírstöng, mælaborð, stýri).
    • Margmiðlunarkerfi.
    • Varahlutir sem eru ekki frá Lexus, aukahlutir sem eru ekki frá Lexus og sérstakur búnaður. Til dæmis, en ekki einskorðað við, jeppabreytingar eða húsbílabreytingar.
    • Aukahlutir frá Lexus sem ekki eru settir upp í verksmiðju, aukahlutir frá Lexus sem eru uppsettir af viðurkenndum þjónustuaðila Lexus á Íslandi svo lengi sem þeim hefur ekki verið hlaðið upp í CWS af hálfu Lexus á Íslandi innan þriggja mánaða frá fyrstu skráningu ökutækis.
    • Tilteknir varahlutir og íhlutir, t.d. útblásturskerfi (allir hlutar frá soggreinarpakkningu að útblástursopi, þ.m.t. hvarfakútur); loftklæðning, hjarir, rær og boltar, öryggi; klemmur; höldur og festingar; drifreimar og strekkjarar; jafnvægisstöng að framan og aftan, festingar vélar og yfirbyggingar; brunahitari. Hleðslukaplar fyrir rafbíla/plug-in Hybrid.
    • Hlutir utan yfirbyggingar ökutækis (nema þeir sem taldir eru sérstaklega upp í grein 4 hér að ofan).
    • Viðgerðir á hljóði (nema þær komi til vegna bilunar í hlut frá framleiðanda sem tryggingin nær yfir).
    • Stillingar.
    • Hlutir sem falla undir SPA (special policy adjustment), innköllun eða aðra ábyrgð annarra.

    • Öll endurgreiðsla skal fara fram samkvæmt skilyrðum í staðlaðri ábyrgð Lexus á Íslandi og greiðsluflæði fyrir varahluti og vinnu.
    • Varahlutir sem skipt er út verða eign greiðanda. Notkun Reman-/Optifit-varahluta skal vera áskilin hjá umboði þegar því verður tæknilega við komið.
    • Hámarksupphæð uppsafnaðra bótakrafna skal nema raunverulegu kaupverði ökutækisins með virðisaukaskatti (tilgreint á reikningi viðurkennds þjónustuaðila Lexus á Íslandi þar sem kaup ökutækisins eru staðfest) og hámarksupphæð bótakröfu skal miðast við endursöluverð ökutækisins á þeim tíma sem viðgerðin fer fram.
    • Bótakröfur þarf að senda TME innan 30 daga frá kvörtun viðskiptavinar til viðurkennds þjónustuaðila Lexus á Íslandi, að þeim tíma liðnum verða þær ekki samþykktar.

    Hefðbundin ábyrgð á við að því gefnu að ákvæði hennar stangist ekki á við ákvæði hér að ofan. Annað veifið kunna nánari útlistun og breytingar að vera gefnar út.

ÁBYRGÐARTÍMI EINSTAKRA ÍHLUTA

Bilanagreining

Á ábyrgðartíma allra Lexus bíla, sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf., er bilanagreining innifalin í ábyrgðinni, komi í ljós að viðkomandi bilun fellur undir ábyrgðarskilmála bílsins. Ef viðkomandi bilun fellur ekki undir ábyrgðarskilmálana þarf viðskiptavinur að greiða fyrir bilanagreininguna.

Hvað varðar bíla sem fluttir eru inn af öðrum en Toyota á Íslandi ehf., þá þurfa eigendur þessara bifreiða alltaf að greiða bilanagreinunguna, óháð því hvort bilunin fellur síðan undir 3 ára ábyrgðina sem er á þeim bílum sem fluttir eru inn af öðrum en Toyota á Íslandi ehf.

7 ára ábyrgð er á öllum Lexus bílum sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf.