Heildarrýmd rafhlöðu
71,4
kWh
Notkunarrýmd rafhlöðu
64
kWh
WLTP tölur eru breytilegar eftir útfærslum
WLTP tölur eru breytilegar eftir útfærslum
kWh
kWh
kWh/100km
km
*WLTP tölurnar eru breytilegar eftir útfærslum
AKSTURINN SKIPTIR ÖLLU MÁLI
Upplifðu eiginleika nýja RZ 450e sem sameina nýsköpun og öryggi fyrir þig, farþega þína og aðra sem deila veginum með þér.
VERTU ÖÐRUVÍSI
Kynntu þér hvernig hönnun hins nýja Lexus RZ 450e var innblásin af blettatígri.
HEIMSFRUMSÝNING Á RZ 450e
Uppgötvaðu háþróaða nýja tækni eins og væntanlega leiðslutengda stýristækni (fáanleg 2025) og e-Axle-samstæður með DIRECT4-akstursstýringu.
Veldu útfærslu
3 Valmöguleikar
RZ Comfort
5 dyra
Frá
13.760.000 kr.
RZ Exe
5 dyra
Frá
14.990.000 kr.
RZ Luxury
5 dyra
Frá
16.490.000 kr.
KYNNTU ÞÉR RZ 450e RAFBÍLINN
RZ 450e er fyrsti Lexus-rafbíllinn (BEV) sem er hannaður frá grunni. Gæði og eiginleikar nýja byggingarlagsins eru grunnurinn að því að skila hinum einstaka Lexus-akstri. Nýja e-TNGA-byggingarlagið er ótrúlega sterkt og rafhlöðueiningin er innbyggð í undirvagninn undir farþegarýminu.
Þetta hjálpar einnig til við að lækka þyngdarpunkt bílsins, sem aftur tryggir betra jafnvægi, stjórn og svörun. Notuð eru sérstyrkt efni og málmar með háþróuðum byggingarferlum til að tryggja einstakan styrk en halda þyngdinni niðri.
Í þessum bíl var ekki aðeins skipt út hefðbundinni vél fyrir rafhlöðu heldur nýtir hann alla spennandi möguleikana sem felast í nýrri tækni til að auka afköst og akstursánægju. RZ skilar engum útblæstri og mun þannig aðstoða okkur á vegferð okkar að kolefnishlutleysi og sjálfbæru samfélagi.
RAFKNÚIN E-AXLE SAMSTÆÐA
Lexus e-Axle er nett samstæða á milli drifhjólanna sem samanstendur af mótor, gírum og stjórntölvu. Á RZ 450e eru þessar samstæður notaðar að framan og aftan og þær vinna samhliða DIRECT4-aldrifskerfinu að því að stilla stöðu, spyrnu og orkudreifingu bílsins. E-Axle-samstæðurnar eru hljóðlátar, skilvirkar og skila góðu afli. Fremri mótorinn framleiðir 150 kW og sá aftari 80 kW, sem gefur heildarafl upp á 230 kW. Nett hönnun þeirra spilar einnig þátt í útfærslu bílsins og hjálpar til við að tryggja meira pláss í farþega- og farangursrýminu.
DIRECT4-AKSTURSSTÝRING
RZ 450e er búinn nýju DIRECT4-akstursstýringunni sem vinnur með e-Axle samstæðum tveimur. DIRECT4, sérhönnuð Lexus-tækni, er snjallt kerfi sem jafnar stöðugt spyrnu við fram- og afturöxul og dreifir drifkrafti sjálfvirkt og hnökralaust. Afraksturinn er áhyggjulaus akstur og meiri stöðugleiki á einfaldan hátt sem styrkir tengslin milli ökumanns og vélar. Hægt er að stilla snúningsvægið að framan/aftan frá núlli í 100 eða 100 í núll á millisekúndum – hraðar en nokkurt vélrænt kerfi. Með bættum samskiptum milli vegar og stýris bætir DIRECT4 einnig viðbragð stýrisins.
Valfrjálsa One Motion Grip leiðslutengda stýristæknin er önnur tækninýjung frá Lexus í nýja RZ 450e sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
*Hönnun One Motion Grip er ekki endanleg. Verður í boði frá og með 2025.
ÞRIÐJA KYNSLÓÐ LEXUS SAFETY SYSTEM+
RZ 450e er búinn háþróuðum akstursöryggis- og akstursaðstoðarkerfum 3. kynslóðar Lexus Safety System+, með uppfærslum og endurbótum sem fela í sér aukna greiningu á slysahættu. Aðrar tækninýjungar sem kynntar eru í RZ 450e eru m.a. fyrirbyggjandi akstursaðstoð með stýrisaðstoð og nýr ökumannsskynjari sem greinir þreytu eða einbeitingarleysi hjá ökumönnum. Að auki notar fyrirbyggjandi akstursaðstoð myndavélina að framan til að ákvarða beygjuhornið og aðlagar stýrisbúnaðinn þegar nær kemur beygjunni.
BÆTT ÁREKSTRARVIÐVÖRUNARKERFI
Árekstrarviðvörunarkerfi Lexus getur nú komið í veg fyrir enn fleiri mögulega árekstra, til dæmis við beygjur til vinstri eða hægri og við framúrakstur. Kerfið getur einnig greint árekstrarhættu í umferðinni á móti eða frá gangandi vegfarendum þegar bíllinn beygir við gatnamót. Neyðarstýrisaðstoð hjálpar svo enn frekar til við að forðast árekstra.
ÖFLUGUR RATSJÁRHRAÐASTILLIR
Kerfið notar radarmæli og myndavél til að greina bílinn fyrir framan og halda hæfilegri fjarlægð. Ef ökutækið fyrir framan stöðvast stoppar RZ 450e líka. Þegar ökutækið fer aftur af stað ferð þú líka af stað. Búnaðurinn greinir í snatri alla umferð beint fyrir framan bílinn og vinnur með akreinastýringunni til að velja æskilegustu stefnuna í beygjum. Ratsjárhraðastillir kemur einnig í veg fyrir að þú akir upp að hliðinni á hægara ökutæki á ytri akrein.
„HNÖKRALAUS RAFDRIFIN HREYFING“ / STÍLHREIN LED-AÐALLJÓS
Framhlutinn, sem sækir innblástur í hönnunarhugmyndina „hnökralaus rafdrifin hreyfing“ gefur skýrt til greina að RZ 450e er rafbíll. Þar sem engin hefðbundin vél er til staðar hefur vélarhlífin verið lækkuð og loftinntökin minnkuð. Djörf og einkennandi snældulaga hönnun Lexus er birt í þrívídd á framhluta bílsins á nýju og einfaldara formi sem fangar tækniþróun, notagildi og afköst bílsins. Aðalljósin eru sameinuð snældulaga yfirbyggingunni. Stílhrein og örþunn hönnun ljósanna leggur áherslu á L-lögun Lexus á dagljósabúnaði bílsins á meðan aðalljósin og stefnuljósin eru minna áberandi.
ÖFLUGAR ÚTLÍNUR, BREIÐ STAÐA
Rennileg hliðarlögun bílsins nær hámarki að aftan og skapar sterklegar útlínur, en skörp hönnun framhlutans gefur tilfinningu fyrir krafti og hreyfingu. Afturhluti bílsins staðfestir SUV-eiginleika hans, þægilegt rými og kraftmikla aksturseiginleika. Hjólhafið er 2.850 mm sem eykur enn á áhrifin sem felast í lágri þyngdarmiðju og framúrskarandi stöðugleika. Felgurnar – sem eru almennt 18” eða 20” fyrir dýrari útfærslur – eru staðsettar við hvert horn bílsins.
HÁTÆKNIAFTURLJÓS, KENNIMERKI LEXUS AÐ AFTAN
Framsækið yfirbragð RZ 450e er undirstrikað með fáguðu og hátæknilegu útliti afturhlutans. Klofna þakvindskeiðin að aftan færir hönnunina aftar og eykur stöðugleika bílsins. Langi LED-ljósaborðinn sem er jafn breiður og bíllinn er aðalsmerki Lexus-hönnunar. Hér er honum gefið skarpt en lágstemmt útlit sem veitir tilfinningu fyrir einfaldleika og nákvæmni sem undirstrikað er með einkennandi nýja Lexus-merkinu.
SÉRLEGA STÓR 14” SNERTISKJÁR / 10” SJÓNLÍNUSKJÁR
14” háskerpusnertiskjárinn er einn sá stærsti á markaðnum og fullkomlega staðsettur til að ökumaður geti notað hann í akstri og nálgast upplýsingar, leiðsögn, hita- og loftstýringu með auðveldum hætti. Að auki birtast upplýsingar um bílinn í lit beint á framrúðunni á stórum 10”sjónlínuskjá sem gerir þér kleift að skoða leiðsögn, öryggisbúnað, upplýsingar um bílinn og hljóðstillingar án þess að taka augun af veginum. Notkun skjásins er snurðulaus í gegnum snertirofa á stýrinu.
PREMIUM-ÁSKRIFT AÐ LEXUS LINK-TENGINGU
Sem eigandi RZ 450e nýturðu allra kosta Lexus Link Standard Connectivity*, gjaldfrjálst út endingartíma bílsins. Premium-pakki Lexus Link-tengingar er einnig gjaldfrjáls fyrstu fjögur ár eignarhaldsins og eftir það er hann í áskrift. Hann felur í sér brautryðjandi eiginleika á borð við:
*Í boði síðla árs 2023
13 HÁTALARA MARK LEVINSON®-HLJÓMKERFI
Nýja 13 hátalara Mark Levinson® Premium Surround-hljómkerfi RZ 450e er sérsniðið að hljómburði farþegarýmisins. Það samanstendur af 224 mm bassahátalara og 1.800 vatta aflmögnun og skilar 12 rása magnarahljómi til að skapa stafræna heimabíóupplifun með Clari-Fi™ sem endurskapar hljóð sem tapast við stafræna MP3-samþjöppun.
POST https://dxp-webcarconfig.lexus-europe.com/v1/model-filter-results/is/is