Lexus á Íslandi
LEXUS RAFVÆÐING

RAFBÍLAR

Ertu tilbúin(n) að upplifa rafknúin afköst Lexus? Hljóðlátir, fágaðir og einstaklega vandaðir. Kynntu þér ávinninginn af Lexus rafbílum.

ÁVINNINGUR AF RAFMAGNSBÍL FRÁ LEXUS

SAMRUNI HEFÐA OG NÝSKÖPUNAR

AFKÖST SEM EIGA SÉR ENGAN SINN LÍKA

Í Lexus er tilfinningin persónulegri. Nánast fullkomin þyngdardreifing og einstakur stöðugleiki undirvagns skila mjúkum og áreynslulausum akstri. Þegar tæknifræðingar okkar og sérfræðingar setja saman það sem við köllum einstakan Lexus akstur verður aksturinn síðan enn meira spennandi.
HANNAÐIR MEÐ SJÁLFBÆRNI Í HUGA

HAGKVÆMIR. ORKUNÝTNIR.

Með rafbílunum okkar verður samgöngukostnaðurinn minni þar sem viðhaldskostnaðurinn er mun minni, auk skattaívilnana og verð á rafmagni sem er töluvert ódýrar en bensín. Þú getur ferðast á sjálfbæran hátt af öryggi þar sem þú stuðlar að minni útblæstri.
NÆR HLJÓÐLAUS VIRKNI

HLJÓÐLÁTUR AKSTUR. FULLKOMIN ÞÆGINDI.

Hljóðlátur. Afslappaður. Ótruflaður. Þú tekst á við vegina með ekkert annað en tónlist, samræður og víðáttuna sem félagsskap í nánast hljóðlausum rafbílunum. Kraftur framtíðarinnar skilar ótrúlegri upplifun í Lexus án truflana.

HVERNIG VIRKA RAFBÍLAR?

Lexus rafbílar skila akstursupplifun sem á sér enga sína líka, með einstökum krafti, afköstum og skilvirkni.

Þeir ganga fyrir kraftmikilli litíum-jóna-rafhlöðu sem er auðvelt að hlaða með því að stinga í samband við rafmagn.

Lexus-rafhlöður eru þægilegar í viðhaldi og búnar framúrskarandi kæli- og hitunarkerfum til að lengja virkni þeirra og endingu. Að auki bjóðum við 8 ára (eða 160.000 km) framlengda viðhaldsáætlun fyrir rafhlöður að því gefnu að ökumenn rafbíla sinni reglulegum ástandsskoðunum sem standa þeim til boða.

Hvað varðar umhirðu aflrásar Lexus-rafbílsins skiptir mjúk og línuleg hröðun og kæling bílsins þegar færi gefst mestu máli. Snjallari akstur með Lexus Link + talnagögnum og leiðsögn um akstur skiptir einnig miklu máli. Þannig ferðastu á sparneytnari hátt og sparar bæði peninga og dregur úr orkunotkun.

LEXUS RAFBÍLAR

SNJALLAR LAUSNIR

SVONA Á AÐ HLAÐA LEXUS RAFBÍL

Með hleðslulausnum heima við og á ferðinni er ekkert mál að hafa Lexus rafbílinn tilbúinn öllum stundum. Fáðu nánari upplýsingar um valkosti og hleðslutíma.

HVER ER KOSTNAÐARÁVINNINGURINN?

HAGKVÆMARI FJÁRMÖGNUN

Sum fjármögnunarfyrirtæki bjóða hagstæðari lánakjör á rafbílum eða fella niður lántökugöld til þess að styðja við orkuskiptin.

SKATTAAFSLÁTTUR OG ÍVILNANIR

Öllum sem kaupa rafbíl árið 2024 á kaupverði upp að 10 milljónum stendur til boða að fá 900.000 kr. styrk frá Orkusjóði.

MINNI REKSTRARKOSTNAÐUR

Rafmagnskostnaður er ekki eingöngu lægri og stöðugri en verð á jarðefnaeldsneyti til lengri tíma litið heldur er slit á íhlutum og hjólbörðum á rafbílum einnig minna.

ALGENGAR SPURNINGAR UM RAFBÍLA

Allir bílarnir okkar eru búnir framúrskarandi Lexus Safety System + sem er ætlað að veita þér aukna stjórn og sneiða hjá hættum.  

Stingdu einfaldlega í samband heima eða á næstu hleðslustöð. Þó að sumar almenningshleðslustöðvar bjóði upp á „opinn aðgang“, sem þýðir að notkunin er gjaldfrjáls, tilheyra flestar þeirra tilteknum þjónustuveitendum þannig að þú gætir þurft sérstakt kort eða app í símann.

Við mælum með því að setja upp hleðslustöð til að tryggja öryggi við hlesðlu og til að ná styttri hleðslutíma geturðu notað Lexus heimahleðslustöð. Mælt er með því að fá fagmann til að setja upp heimahleðslustöðina og Lexus útvegar traustan samstarfsaðila til að sjá um það. Það tryggir að raflagnir tækisins séu öruggar og uppfylli tilskildar kröfur.

Drifrafhlaðan sem knýr Lexus bílinn þinn endist almennt jafnlengi og bíllinn. Rannsóknir sýna að margir rafbílar eru enn með í kringum 75% afköst rafhlöðu eftir 193.000 km akstur. Aðrar sýna enn lengri endingartíma, með 5% afkastatapi eftir 80.000 km og öðru 5% eftir 241.000 km. Þar sem ökumenn rafbíla aka að meðaltali aðeins um 15.000 km á ári þurfa fæstir þeirra nokkurn tíma að skipta um rafhlöðu.

Það er sérstaklega mikilvægt fyrir jörðina að þegar komið er að lokum endingartíma Lexus-rafhlöðunnar erum við með endurheimtaráætlun til að tryggja örugga og ábyrga endurvinnslu hennar. Eins og er endurheimtum við yfir 90% rafhlaðna okkar frá söluaðilum okkar í Evrópu en markmiðið er að hlutfall endurviðtöku verði 100% á öllum sviðum starfsemi okkar.

Ef þú hefur aðgang að heimahleðslu og ferðast yfirleitt innan við 320 km í einu er rafbíll frábær valkostur. Með ívilnunum stjórnvalda og lægri sköttum gæti nú verið rétti tíminn til að leggja upp í rafbílaferðina og njóta grænni aksturs.

Rafbílatækni hefur tekið töluverðum framförum á síðastliðnum 10 árum. Hleðslustöðvanetið fer stækkandi og áhyggjur af drægi fara minnkandi meðal ökumanna, þar sem fæstir eigendur rafbíla ná efri mörkum drægisins. Þótt kaupverðið virðist vera hátt komast margir að raun um að þegar hleðslutími, rekstrarkostnaður og viðhald eru tekin með í reikninginn sé hagkvæmt að eiga rafbíl.

Það eru færri hreyfanlegir hlutar í rafbílum, ekkert útblásturskerfi, minni og skilvirkari kælikerfi, engin olía, engar vélarsíur og engar tímareimar, sem gerir viðhald einfaldara og ódýrara. Slit hemlanna er líka minna og því máttu gera ráð fyrir að eyða meiri tíma á veginum og minni á verkstæði.

Þú byrjar að spara um leið og þú ekur af stað. Verð á raforku er yfirleitt mun stöðugra og auðveldara að spá fyrir um það til lengri tíma en verð á dísilolíu og bensíni. Margir söluaðilar raforku bjóða upp á lægri raforkugjöld á næturnar til að þú getir sparað meira.

KYNNTU ÞÉR LEXUS HYBRID

FRELSISINS VEGNA

SJÁLFHLAÐANDI HYBRID

Upplifðu frelsistilfinninguna og hugarróna í sjálfhlaðandi Hybrid bíl sem hleður sig á ferðinni. Kynntu þér ávinninginn og skoðaðu úrvalið.

ÞÆGINDANNA VEGNA

PLUG-IN HYBRID

Plug-in Hybrid bílarnir okkar eru búnir bæði hefðbundri vél og rafhlöðu og laga sig þannig að aksturslagi þínu.