Lexus á Íslandi
ÞÆGINDANNA VEGNA

PLUG-IN HYBRID

Kynntu þér kostina og akstursánægjuna sem fylga Plug-in Hybrid, allt frá kostnaðarhagkvæmni til tækniframfara.

KOSTIRNIR VIÐ LEXUS PLUG IN HYBRID

Lexus RX bíll að framan
Kona að hlaða bíl
FYRIR HVERS KYNS LÍFSSTÍL

AUKINN SVEIGJANLEIKI

Upplifðu það besta úr báðum aflrásagerðum með Lexus Plug-in Hybrid sem er hannaður fyrir þinn lífsstíl. Þægindi og hagkvæmni í styttri ökuferðum án útblásturs með EV-stillingu. Þú finnur einnig hugarró í lengri ferðum með öryggi hybrid-aksturs þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af drægni.

A person looking at a parked Lexus NX
HRÍFANDI AFL

ÓTAKMÖRKUÐ AFKÖST

Kynntu þér afl, afkastagetu og akstursánægju Lexus Plug-in Hybrid Í RX 450h-Plug-in Hybrid finnurðu einstaka rafaksturstækni, þú kemst úr 0 í 100 km/klst. á 6,5 sekúndum og nýtur allt að 65 km drægni á rafmagni. Þessi fullkomnun er afrakstur 15 ára brautryðjendastarfs á sviði rafbíla.

A Lexus NX 450h+ driving in a rural location
A person charging a plug-in hybrid Lexus
SVONA VIRKAR ÞETTA

FRAMÚRSKARANDI TÆKNI

Lexus Plug-in Hybrid eru smíðaðir með hefðbundinni bensínvél og stærri rafhlöðu. Til að auka þægindin er rafhlaðan bæði sjálfhlaðandi og endurhlaðanleg bæði heima og á ferðinni. Orku er umbreytt við akstur til að hámarka aflið en draga um leið úr eldsneytisnotkun og sjálfhlaðandi aflrásin kemur að fullkomnum notum þegar rafhlaðan fer niður fyrir ákveðin mörk og skilar meiri sparneytni á meiri hraða í hybrid-stillingu.

FINNDU ÞINN LEXUS PLUG-IN HYBRID

AKTU UM Á PLUG-IN HYBRID

KINTO ONE

Prófaðu að keyra um á Plug-in Hybrid, nýttu þér langtímaleigu KINTO ONE fyrir einstaklinga. Einföld, áreiðanleg og sérsniðin lausn.

ELDSNEYTIS- SPARNAÐUR

Þú getur ekið um á rafmagni og með því minnkað eldsneytskostnaði þegar þú ekur Plug-in Hybrid, þökk sé samsetningu rafhlöðu og bensínvélar.

ALGENGAR SPURNINGAR UM PLUG-IN HYBRID

Plug-in Hybrid (PHEV) bílar eur bæði með venjulega bensínvél og rafmótor. Rafhlaðan er stærri en í hefðbundnum hybrid-bíl, sem þýðir að þú getur ekið lengra án útblásturs í EV-stillingu, sem notar eingöngu raforku.

Plug-in Hybrid bílar eru með tvo aflgjafa, bæði bensínvél og endurhlaðanlega rafhlöðu. Þegar þeir eru hlaðnir virka þeir eins og rafbílar í EV-stillingu og síðan bætist bensínvélin með sjálfhlaðandi hybrid-tækni við þegar rafhlaðan tæmist.

Já, þeir eru það. Hægt er að hlaða Plug-in Hybrid bíla bæði á hleðslustöð og í akstri, þökk sé sjálfhleðslutækni.

Plug-in Hybrid bílar geta ekið á rafmagni frá rafhlöðunni eingöngu áður en skipt er yfir í bensínvélina. Hybrid-bílar nota aftur á móti bæði bensínvélina og rafmótorinn samtímis.

Þegar rafhlaða Plug-in Hybrid bílsins tæmist skiptir hann sjálfkrafa yfir í hefðbundnu bensínvélina til að knýja bílinn.

FLEIRI HYBRID-GERÐIR

FRELSISINS VEGNA

SJÁLFHLAÐANDI HYBRID-BÍLL

Upplifðu frelsistilfinninguna með úrvali sjálfhlaðandi Lexus Hybrid bíla. Þeir hlaða sig á meðan þú ekur og veita því fullkomna hugarró auk þess sem þú uppskerð sama hagkvæma ávinninginn án útblásturs og við akstur rafbíls þegar þú ekur í EV-stillingu.

SPENNANDI AKSTUR

AFKASTAMIKILL HYBRID-BÍLL

Kynntu þér Lexus Electrified Hybrid-sportbílinn sem hannaður er til að uppfylla óskir ökumanna sem vilja kraftmikinn rafknúinn akstur. Vél með forþjöppu og sportlegir aksturseiginleikar yfir allt hraðasviðið skila óviðjafnanlegri akstursupplifun og akstursánægju.