Láttu fara vel um þig. Þessari hönnun og byggingu á hreyfiorkusætum Lexus var ætlað að endurskilgreina bílsæti til framtíðar. Jafnvel trefjarnar sem notaðar eru í sætunum eru byltingarkenndar. Þær eru fjórum sinnum sterkari en stál en jafnframt sveigjanlegri en nælon. Hreyfiorkusætin voru fyrst kynnt á bílasýningunni í París 2016.
SKAPAÐUR TIL AÐ HREYFAST MEÐ ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI
Mænan í mannfólki styður við höfuðið og gerir það að verkum að maðurinn getur snúið mjaðmagrindinni og bringunni í sitthvora áttina en samt haldið höfðinu stöðugu, jafnvel þegar hann gengur eða skokkar.
Til að kalla fram sambærilega hreyfingu í bílsætinu er hönnun sætispúðans og sætisbaksins þannig að þessir sætishlutar hreyfast í takt við þyngd farþegans og hreyfingu bílsins. Með því einu að sitja í sætinu er dregið úr hreyfingu höfuðsins og sjónsvið ökumannsins verður stöðugra.
Bólstrunin í grind sætisins er með lögun köngulóarvefjar sem geislar út frá miðju. Netið lagar sig að lögun líkamans og dreifir þyngdinni jafnt þannig að ökumaðurinn eða farþeginn getur setið þægilega í lengri tíma.
HÖGGDEYFIGETA Í SÉRFLOKKI
Miðja sætisbaksins nemur við herðablaðið og þetta ýtir undir snúning bringunnar eftir snúningsás sætisins. Þetta gerir höfuðið stöðugra og tryggir mikinn stuðning við það. Dregið hefur verið úr breidd sætisins og þar með er dregið úr heildarþyngd bílsins.
Þræðirnir í köngulóarvefnum eru úr gerviefninu Qmonos™ sem er leitt af japanska orðinu „kumonosu“ sem þýðir „köngulóarvefur“. Meginefnið er prótín sem skapað er með örverugerjun. Qmonos™ er svo sterkt að þráður sem er bara 1 cm í þvermál er nógu sterkur til að koma í veg fyrir að breiðþota geti tekið á loft eða lent.