Lexus á Íslandi
KYNNTU ÞÉR HANDVERKIÐ

TAKUMI-HUGMYNDAFRÆÐIN

Hin forna japanska hugmynd um „takumi“ er nátengd öllu sem við gerum og tryggir þannig að hver bíll einkennist af mannlegu yfirbragði og hárnákvæmri sérþekkingu. Sérstakir Takumi-meistarar okkar ljá öllum þáttum hönnunar og þróunar hjá Lexus hárnákvæmt mannlegt yfirbragð.

AÐ VERÐA

TAKUMI-MEISTARI


Takumi-meistarar leggja áherslu á lipurð, fágun og sérþekkingu og standa vörð um þessa listrænu hugmyndafræði. Alls 10.000 klukkustundum er varið í að verða sérfræðingur og 60.000 klukkustundum til viðbótar er varið í að verða Takumi-meistari.

Í þjálfuninni þróa Takumi-meistarar með sér það sem er aðeins hægt að kalla ofurmannlegt skynbragð. Þeir sjá bletti sem eru ósýnilegir óþjálfuðu auga, fínstilla vélar með ofurnákvæmni eftir eyranu og greina misbresti sem eru aðeins brot úr millimetra. Kunnátta þeirra er takmarkalaus.

EINKENNI TAKUMI-MEISTARA

SÉRÞEKKING SEM HEFUR SANNAÐ SIG

Hver Takumi-meistari hefur að minnsta kosti 25 ára reynslu á sínu sviði. Þekking þeirra er engu lík og ber vott um áralanga reynslu og fágað innsæi. Aðeins 19 Takumi-meistarar, sem er æðsta nafnbót sem tæknimenn okkar geta borið, eru meðal 7700 starfsmanna Miyata Lexus-verksmiðjunnar í Kyushi.

EINSTÖK HÆFNI

Takumi-meistarar Lexus eru í senn kunnáttusamir og innblásnir og þjálfaðir til að taka eftir hverju smáatriði. Með einlæga trú sína á gæði að leiðarljósi leggur hver meistari áherslu á tiltekinn þátt í framleiðsluferlinu sem verður ástríða þeirra og þráhyggja.

NÆMI SNERTINGARINNAR

Ofurnæmt snertiskyn Takumi-meistara er goðsagnakennt og einstök kunnátta þeirra nær aftur fyrir upphaf stafrænnar tækni. Hendurnar eru dýrmætasta verkfæri þeirra, enda býr í þeim hárfín tilfinning sem fæðir af sér einstakan lúxus og hámarksgæði. Með höndum sínum, klæddum snjóhvítum hönskum, leita þeir eftir minnstu göllum.

HRAÐI OG NÁKVÆMNI

Verðandi Takumi-meistarar þurfa að gangast undir ítarlegt mat. Eitt prófið, sem reynir á athygli, hraða og snertiskyn, er alveg sérjapanskt. Í hverju felst það? Verðandi Takumi-meistarinn þarf að brjóta saman origami-kött á innan við 90 sekúndum með þeirri hendi sem er ekki ríkjandi.
HÆSTU STAÐLAR

HUGAÐ AÐ ÖLLUM SMÁATRIÐUM

Það eru engar ýkjur að handverk Lexus er engu líkt Við styttum okkur aldrei leið þegar um vandað handverk er að ræða. Takumi-meistarar, sem og reynsluökumenn, huga að hverju smáatriði og leitast við að skila fullkomnu verki.
GÆÐI TRYGGÐ

SAMRUNI HEFÐA OG ÞESS NÝJASTA

Við vitum að óviðjafnanlegt handverk verður til með því að sameina hefðbundna mannlega kunnáttu og tækni morgundagsins. Þess vegna hafa margir þjarkar okkar verið forritaðir með „takumi“-aðferðum til að gera þeim kleift að læra af færasta handverksfólkinu. Útkoman? Sjálfvirkni með listrænum hætti.

KYNNTU ÞÉR TAKUMI-LISTINA

Kynnstu Takumi-meistaranum okkar Kojima og hvernig nákvæm þjálfun hans og kunnátta gerir honum kleift að hanna og fullkomna hvern einasta Lexus-bíl sem hann vinnur að.