AÐ VERÐA
TAKUMI-MEISTARI
Takumi-meistarar leggja áherslu á lipurð, fágun og sérþekkingu og standa vörð um þessa listrænu hugmyndafræði. Alls 10.000 klukkustundum er varið í að verða sérfræðingur og 60.000 klukkustundum til viðbótar er varið í að verða Takumi-meistari.
Í þjálfuninni þróa Takumi-meistarar með sér það sem er aðeins hægt að kalla ofurmannlegt skynbragð. Þeir sjá bletti sem eru ósýnilegir óþjálfuðu auga, fínstilla vélar með ofurnákvæmni eftir eyranu og greina misbresti sem eru aðeins brot úr millimetra. Kunnátta þeirra er takmarkalaus.