Skip to Main Content (Press Enter)
ÓTRÚLEG UPPLIFUN

ÓVIÐJAFNANLEG AFKÖST

Afköstin snúast ekki aðeins um hraðann. Þau snúast um hina fullkomnu tengingu við bílinn, veginn og skynfærin. Við hjá Lexus leggjum höfuðáherslu á þessa tengingu.

HANNAÐUR FYRIR

URRANDI SPENNU


Ástríðan gerir okkur mannleg. Hún fær okkur einnig til að smíða frábæra bíla. Þó að öll þróun hjá okkur byggist á hátæknilegri nálgun og sé drifin áfram af nýsköpun snúast hönnun, smíði og prófanir bílgerðanna okkar alltaf fyrst og fremst um skynræna upplifun og ánægju.

„F“ið í hugmyndafræði okkar, er vísun í heiti gerðarinnar RC F, sem er vísun í Fuji-kappakstursbrautina í Japan. Þar eyddu ökumeistarar hundruðum klukkutíma í að prufukeyra RC F. Þegar þú sest undir stýrið er tilfinningin ólýsanleg, enda eru framúrskarandi aksturseiginleikar ástríða okkar.

LEXUS PERFORMANCE-LÍNAN

INNBLÁSTUR FRÁ OFURBÍL

F SPORT

Taktu uppáhalds Lexus-gerðina þína og gefðu henni sportlegra útlit. Útkoman? F SPORT-línan okkar. Hönnunarútfærslur F SPORT í öllum bílum eru innblásnar af ofurbílnum LFA og skila sportlegum afköstum með hönnunareiginleikum í stíl. F SPORT-bílarnir vekja alltaf athygli, hvort sem er fyrir einstök þægindi í innanrými, litaúrvalið fyrir yfirbygginguna eða afgerandi einkennismerkið.
ÆSILEGIR Í EÐLI SÍNU

FÆDDIR Á KAPPAKSTURSBRAUTINNI

Margir okkar bestu bíla urðu til á frægustu kappakstursbrautum heims, enda er afkastagetan ótrúleg. Nýstárlegar prófanir, endurbætur og fínstillingar. Vettvangur þessa er yfirleitt á rómuðu Fuji-kappakstursbrautinni, en það er frá henni sem F-ið í hugmyndafræði okkar kemur. Prófanir fara líka fram á Nürburgring-brautinni í Þýskalandi, þar sem Lexus LC-lúxussportbíllinn var fyrst kynntur til sögunnar í hinni árlegu sólarhringskeppni í Nürburgring.