Lexus á Íslandi
EXPERIENCE AMAZING

LÚXUSSTAÐALL

Árið 1989 kynnti Lexus til sögunnar LS, bíl sem bar einstakan vott um áherslu okkar á handverk og yfirburðagæði sem umbylti væntingum fólks til lúxusbíla. Kynntu þér handbragðið, natnina og þægindin sem gera LS svo einstakan.

VIÐMIÐ SETT


LS er tákn handverks, natni og einbeitni, í hverju smáatriði. Hér færðu einstaka og heillandi akstursupplifun í gegnum hönnun og smíði sem er fullkomin blanda æsilegra afkasta, byltingarkenndra nýjunga og hefðbundinnar tækni.

Fullkomnunar er leitað í jafnvel minnstu smáatriðum LS, sem er grunnurinn að sönnu handverki og framúrskarandi gæðum yfir alla Lexus-línuna.

LÚXUSUPPLIFUN

FULLKOMNAR MÓTTÖKUR

„Omotenashi“ er japanskt hugtak um gestrisni sem var okkur innblástur til að skapa hina fullkomnu lúxusbílaupplifun með LS. Þú upplifir persónulega kveðju frá LS-bílnum þegar hurðarhúnarnir glóa og bjóða þig velkomin um borð.

LIST

JAPANSKUR INNBLÁSTUR

Við leituðum í japanska menningu þegar kom að því að skreyta LS-bílinn. Hefðir og nýjasta framleiðslutækni sameinast í nýrri bólstrunaraðferð. Handplíseruð hurðarbyrði minna á origami og Nishijin- og Haku-hurðarbyrðin einkennast af svörtum og silfurslegnum fléttum.

GÆÐAHANDVERK

TAKUMI-HANDVERK

Með óaðfinnanlegum gæðum og útsaumi endurspegla LS-leðursætin handverk í anda „takumi“. Í boði eru þrjár útfærslur: Mjúkt leður, hálf-anilínleður* og L-anilínleður*. Auk þess er stýri með leðri og fíntrefjaviði hluti af LS Premium-pakkanum og hefðbundnum Takumi-útfærslum.

AFSLÖPPUN Á VEGUM ÚTI

LISTILEGT KIRIKO-GLER

Orðið „kiriko“ vísar til meira en 200 ára aðferðar við að skera út gler og nútímalegrar útfærslu á þessu þjóðlega japanska handverki.

Hversdagslegt samspil ljóss og skugga var innblásturinn í samstarfi okkar við rómaðan kiriko-glerlistamann. Og útkoman? Handunnin skrautklæðning býður ekki aðeins ökumanni og farþegum upp á róandi og notalegt umhverfi heldur er líka einstaklega glæsileg.

HEIMILISLEGT INNANRÝMI

SMÍÐAÐUR MEÐ ÞÆGINDI Í HUGA

Það er tekið vel á móti gestum í LS-innanrýminu, enda er hugmyndin um „omotenashi“-gestrisni ekki síður höfð í hávegum þar. Um leið og farþegarnir njóta ýmissa kosta er brugðist hratt og vel við þörfum ökumanns með heildarupplifunina að leiðarljósi. Við vissum að heildræn nálgun væri nauðsynleg til að skapa nýjan lúxusstaðal.
AFSLÖPPUN Á VEGUM ÚTI

LÚXUS Í AFTURSÆTI

Farþegar sem ferðast í einhverju af aftursætum LS njóta framúrskarandi þæginda. Til að teygja úr þér velurðu „afslöppunarstöðuna“ sem veitir sjálfkrafa stuðning við fótleggina á meðan sætið hallar aftur í þægilegt 48 gráðu horn, stöðu sem var valin eftir ítarlegar prófanir með fólki af ýmsum líkamsgerðum.

Til að draga úr þreytu og auka slökun fást bæði aftursætin í LS-bílnum með afar vandaðri nuddstillingu. Þrýstingurinn, takturinn og flæðið er þróað af sérfræðingi í japönsku shiatsu-nuddi og er einstaklega ánægjulegt og endurnærandi.

BYLTINGARKENND FERÐALÖG HALDA ÁFRAM

HÁMARKSLÚXUS Í LM

LM er nýjastur í röð byltingarkenndra lúxusbíla frá Lexus. LM er fyrsta flokks fólksflutningabíll með Hybrid aflrás sem tryggir það besta úr báðum heimum. Farþegum er boðið upp á sæti sem hægt er að leggja alveg niður, 14 lítra kæliskáp, felliborð og afþreyingarkerfi með mikilli upplausn.