TILRAUNASTARFSEMI Á ÆÐRA STIGI
ÖRYGGISPRÓFANIR MEÐ SÝNDARVERULEIKA
Við færum prófanir á næsta stig með því að nota sýndarveruleika til að skapa upplifun sem líkir eftir akstursskilyrðum og viðbrögðum ökumanns. Við útbúum prófanir sem eru ómögulegar í raunheimum til að fá ábendingar um endurbætur og þróun á margvíslegum öryggiseiginleikum og -tækni.
Í snjallklefa er Lexus LS umkringdur umlykjandi skjáum sem sýna raunsæjar myndir af akstri innan og utan borgar. Hólkar hreyfast til að herma eftir beygjum, brekkum, hröðun og hraðaminnkun og hljóðupptökur líkja eftir vélarhávaða, titringi og vindi.