Lexus á Íslandi
 

SÉRLEGA NETTUR HUGMYNDABÍLL

LF-SA HUGMYNDABÍLLINN

Við skoruðum á hönnunardeild fyrirtækisins í Evrópu að hanna sérlega nettan fjögurra sæta hugmyndabíl sem henti vel fyrir borgarakstur. Afraksturinn er bíll sem setur ökumanninn í fyrsta sætið um leið og hann fangar andrúmsloftið, hvort sem um er að ræða helgarfrí eða hefðbundinn innanbæjarakstur. SA stendur fyrir „Small Adventurer“, eða „Þessi litli ævintýragjarni“.

LF-SA hugmyndabíllinn er djörf túlkun á þeirri framsækni og fágun sem einkennir alla hönnun vörumerkisins, og hefur ævinlega akstursánægjuna í forgrunni.

LF-SA hugmyndabíllinn býður þér í könnunarleiðangur inn í framtíðina, þar sem ökumönnum Lexus verður sem fyrr gert kleift að njóta gleðinnar við að halda sjálfir um stjórntaumana en njóta um leið háþróaðrar upplýsinga- og afþreyingartækni og nýjasta öryggisbúnaðar.

DJARFT OG NETT ÚTLIT

 
Hönnuðir Lexus gerðu LF-SA nettan svo að hann væri lipur í akstri eins og hæfir sönnum borgarbíl auk þess býr hann yfir sterklegu og kröftugu útliti.

FRAMSÆKIN HÖNNUN

Á yfirbyggingunni mynda íhvolf og kúpt form andstæður sem eru undirstrikaðar enn frekar með áberandi hvelfingu yfir brettaköntunum. Þetta ljær hönnuninni mjög kraftmikið yfirbragð og gefur bílnum lifandi og þróttmikið útlit.

ÆVINTÝRI Í LIT

Þennan ævintýralega anda má einnig greina í litavali bílsins. „Stellar“ silfurliturinn á ytra byrðinu vísar til geimkönnunar en litir innanrýmisins eru innblásnir af stórfenglegum litbrigðum sólmyrkva.

KYNNTU ÞÉR LF-SA

 
Þó að LF-SA sé nettur státar hann af mjög rúmgóðu innanrými. Léttleikinn svífur yfir honum, ekki síst vegna sambyggða mælaborðsins og einstakra hreyfinga stýrisins og fótstiganna.

 

HÖNNUN SEM TEKUR MIÐ AF ÖKUMANNINUM

Eins og í flestum borgarbílum er ökumaðurinn oft einn í honum enda miðast 2+2 hönnun farþegarýmisins sérstaklega við þarfir ökumannsins. Ökumannssætið er fast og stýri og fótstig stillanleg, sem þýðir að bíllinn er miðaður við ökumanninn í stað þess að ökumaðurinn þurfi að laga sig að bílnum.

RÝMI TIL ATHAFNA

Farþegasætið að framan er stillanlegt og því er hægt að komast að aftursætinu eftir þörfum. Hönnun innanrýmisins notar rými, efnivið og rúmmál til að skapa tvö afmörkuð en samrýmanleg sporöskjulaga svæði í farþegarýminu.

 

FLÆÐI OG EINFALDLEIKI

Upplýsinga- og afþreyingarkerfið í LF-SA felur í sér skjá í heilmyndarstíl sem innfelldur er í kristalsmynstrað mælaborðið, ásamt gleiðhorna sjónlínusjá og snertiborði.