LEXUS Á WORLD ENDURANCE-HEIMSMEISTARAKEPPNINNI
Í ár er Lexus á ráspól í FIA World Endurance-heimsmeistarakeppninni. AKKODIS ASP-liðið, sem keppir í LMGT3-flokknum, reynir á þolmörk Lexus RC F GT3.
KEPPNIN
STÓRKOSTLEG UPPLIFUN
FIA World Endurance-heimsmeistarakeppnin (WEC) er meðal erfiðustu kappaksturskeppna heims. Þar etja lið kappi í löngum og erfiðum keppnum sem krefjast bæði líkamlegs og andlegs styrks. Keppnum sem reyna á þolmörk bílsins sem og ökumannsins klukkutímum saman. Þetta er háhraðarannsóknarstofa fyrir bílahönnun sem hefur áhrif á hönnun, tækni, afkastagetu og öryggi.
WEC færir saman bílaframleiðendur, ökumenn og aðdáendur kappaksturs til að upplifa og heiðra bíla sem prófaðir hafa verið við erfiðar aðstæður. Að fylgjast með virtum bílaframleiðendum keppast um sæti á verðlaunapalli er stórkostleg upplifun.
KAPPAKSTURSBRAUTIRNAR
UM ALLAN HEIM Á METTÍMA
WEC-kappakstursbrautirnar átta er að finna í Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Þessar staðsetningar bjóða hver um sig upp á einstakt umhverfi og aðstæður.
En þetta eru engar venjulegar kappaksturskeppnir. WEC krefst þess að keppendur nýti alla sína krafta og hæfni í samanlagt 72 klukkustundir af ákafri samkeppni. Hring eftir hring. Klukkustund eftir klukkustund. Krefjandi aðstæður WEC – þar á meðal hinn goðsagnakenndi sólahringslangi Le Mans-kappakstur – þessar keppnir gefa okkur ómetanleg akstursgögn. Við hjá Lexus greinum og notum þessi gögn til að framleiða bíla sem vekja traust á hvaða vegi sem er.
LIÐIÐ
AFKASTAMIKIÐ SAMSTARF
Rétt eins og hjá öðrum í LMGT3-flokknum eru bæði atvinnuökumenn og áhugaökumenn í bílunum tveimur í liði AKKODIS ASP. Kelvin Van der Linde er aðalökumaður bíls 78. Með honum í för er atvinnuökumaðurinn Timur Boguslavskiy og áhugaökumaðurinn Arnold Robin. Aðalökumaður bíls 87 er José María Lópes, en honum til halds og traust eru Esteban Masson (atvinnuökumaður) og Takeshi Kimura (áhugaökumaður).
En liðið samanstendur af fleirum en aðeins ökumönnunum og hraði er mikilvægur á fleiri stöðum en á brautinni.
Hæfnin til að búa til kappakstursáætlun, og bregðast samstundis við hvaða aðstæðum sem er, er í höndum hóp bifvélavirkja, verkfræðinga og fagfólks á sviði skipulagningar, viðhalds og flutninga. Þau reiða sig hvert á annað og vinna að sameiginlegu markmiði; stöðugum endurbótum til að öðlast keppnisforskot.
BÍLLINN
HÉR ER RC F GT3
Til að keppa í þolkappakstri þarf ökumanninum að líða vel og vera öruggur undir stýri.
Hann þarf bíl sem skilar sínu við erfiðustu aðstæður. Bíl sem hannaður er fyrir hraða, áreiðanleika og seiglu. Bíl eins og Lexus RC F GT3.
RC F GT3-bíllinn er byggður á Lexus RC F fólksbílnum, en býr þó yfir sérhannaðri straumlínulögun fyrir kappakstur, og nýtir sér stífan undirvagn hans til að takast á við kröfur brautarinnar. Og þrátt fyrir að innanrýmið sé ekki búið sama munaði og í fólksbílnum býr það yfir þeim þægindum sem nauðsynleg eru til að keppnisliðið geti einbeitt sér að verkefninu framundan.
FRAMTÍÐIN
SPENNA Í HVERRI SVEIGJU
Krefjandi aðstæður WEC eru fullkomnar til að prófa hönnun ökutækja, íhluti og tækni.
Samkeppni hjálpar okkur að þróa framúrskarandi bíla sem gera okkur öllum kleift að upplifa ánægjuna við akstur. Hvort sem þú ert að keppa í sólarhringskappakstri Le Mans eða að keyra börnin í og úr skólanum getur þú upplifað þægilegan og spennandi akstur í hvaða Lexus sem er.
Þrotlaus viðleitni okkar til stöðugra framfara og nýsköpunar knýr okkur til að láta okkur ekki aðeins dreyma um hið ómögulega, heldur einnig að hanna og koma því til skila. Hvað ber framtíðin í skauti sér? Skoðaðu hugmyndasportbíl Lexus Electrified – framtíðarsýn okkar fyrir alrafknúinn sportbíl.