Lexus á Íslandi
SNJALLAR LAUSNIR

HLEÐSLA LEXUS BÍLA

Kynntu þér hversu einföld hleðsla Lexus rafbílanna er og hvernig hún er hönnuð til að henta ólíkum lífsstílum og ævintýrum.

HVAÐ KOSTAR RAFMAGNSHLEÐSLA?

Í boði eru hraðvirkar og öflugar lausnir fyrir hleðslu rafbíla bæði heima við og á hleðslustöðvum fyrir almenning og kostnaður við hleðslu getur verið misjafn í báðum gerðum.

Heimahleðsla yfir nótt getur verið umtalsvert ódýrari en hleðsla að degi til, þar sem sum orkusölufyrirtæki bjóða lægra verð á þeim tíma. Kynntu þér verðin hjá þínum orkusala.

 

HVERSU LANGAN TÍMA TEKUR AÐ HLAÐA?

LEXUS RAFVÆÐING

HLEÐSLA HEIMA VIÐ

Þegar fullhlaða á rafhlöðu rafbíls skal gera ráð fyrir 4–8 klst. samfelldum hleðslutíma með 7 kW hleðslubúnaði. Þetta getur aftur á móti verið breytilegt á milli bíla og hleðslubúnaðar.  
HRAÐHLEÐSLA

Á FERÐINNI

Samfara tækniframþróun Lexus í rafvæðingu geta ökumenn rafbíla og Plug-in Hybrid gert ráð fyrir að geta fullhlaðið rafhlöðu bílsins á 3–4 klst. Flestar almenningshraðhleðslustöðvar bjóða upp á hleðslu rafhlöðu í 80% á aðeins 30 mínútum með 50 kW hraðhleðslu. Þannig getur ferðalagið gengið fyrirhafnarlaust fyrir sig.

HVERNIG Á AÐ HLAÐA RAFBÍL

HLEÐSLA HEIMA VIÐ

HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ

Hægt er að nota hefðbundna vegginnstungu til að hlaða rafbíla og Plug-in Hybrid bíla heima við. Aftur á móti er sérstaklega mælt með uppsetningu heimahleðslustöðvar til að hámarka sparnað, þægindi og öryggi.  
HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐ

HLEÐSLUSNÚRA

Á ferðinni er gott að hafa hleðslusnúru til taks til að hægt sé að nýta hleðslustöðvar sem ekki eru búnar snúrum.  
LEXUS RAFVÆÐING

UPPSETNING Í HÖNDUM FAGAÐILA

Láttu vottaðan rafvirkja sjá um uppsetningu heimahleðslustöðvarinnar. Starfsfólk Lexus getur leiðbeint þér að finna traustan aðila í verkið til að tryggja að raflagnir hleðslustöðvarinnar séu rétt tengdar og öruggar og uppfylli tilskildar kröfur.

 

ALGENGAR SPURNINGAR UM HLEÐSLU

Já, það er hægt. Með uppsetningu heimahleðslustöðvar geturðu hlaðið bílinn þinn heima hjá þér.

Hægt er að hlaða rafbíl með venjulegri vegginnstungu ef ekki er búið að setja upp heimahleðslustöð. Hins vegar er slík hleðsla mun hægari og óskilvirkari og því mælum við alltaf með því að setja upp heimahleðslustöð.

Þegar þú ert á ferðinni á rafbíl hefurðu aðgang að fjölda hleðslustöðva þegar á þarf að halda. Við mælum með því að hleðslusnúra sé alltaf höfð með í för fyrir snúrulausar hleðslustöðvar.

Það er í góðu lagi að hafa raf- eða Plug-in Hybrid bíla í hleðslu yfir nótt.  

Þú getur átt og ekið rafbíl án þess að eiga heimahleðslustöð. Þú notar þá hleðslustöðvar fyrir almenning í staðinn.