AFKASTAMEIRI HYBRID
Afkastamikli Lexus RX 500h Hybrid er fyrsti Lexus Hybrid bíllinn með vél með forþjöppu og því kemur ekki á óvart að hann skilar einstöku rafknúnu afli og hröðun í hverri ökuferð. Kynntu þér þennan Hybrid bíll sem er hannaður fyrir þá sem sækjast bæði eftir spennu og frábærum stöðugleika við akstur.
HAMINGJA Á HREYFINGU
Sparneytinn. Öflugur. Glæsilegur. Nýi, öflugi Lexus RX 500h Hybrid bíllinn býður upp á endurnærandi rafmagnsupplifun sem þú færð ekki nóg af. Hann var listilega hannaður í Japan og prófaður víða um heim til að ná fram meiri afköstum og viðbragðsflýti. Kynntu þér nýja tegund akstursánægju.
NÝTT BYGGINGARLAG. NÝ AFKÖST.
Nýr RX 500h býr yfir öflugri orku og er fyrsti Hybrid bíllinn frá Lexus sem er með forþjöppu. Endurbætt Hybrid-aflrás, 2,4 lítra bensínvél með forþjöppu og sex þrepa sjálfskipting skila 371 DIN hö. eða 273 kW þannig að hægt er að ná 100 km/klst. hraða á aðeins 6,2 sekúndum.
HVERNIG VIRKAR AFKASTAMEIRI RX500h?
ÓTRÚLEG ALDRIFSUPPLIFUN
NÁIÐ SAMBAND VIÐ BÍLINN
RX 500h
ALGENGAR SPURNINGAR
Nákvæmur samanburður veltur á gerðunum sem um ræðir. Í Lexus RX liggur munurinn í aflinu.
Sjálfhlaðandi 350h Lexus Hybrid bíllinn sækir afl frá bæði 2,5 lítra bensínvél og rafmótor(um) og skilar 250 DIN hö., eða 184 kW. Útkoman er hröðun úr 0 í 100 km/klst. á 7,9 sekúndum. Afkastamikli RX 500H Hybrid bíllinn er jafnvel enn kraftmeiri og meira hressandi fyrir tilstilli nýrrar Hybrid hönnunar sem samanstendur af 2,4 lítra vél með forþjöppu og sex þrepa sjálfskiptingu sem tryggja 371 DIN ha. eða 273 kW og þú nærð 0–100 km/klst. hröðun á 6,2 mögnuðum sekúndum.
KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ
PLUG-IN HYBRID
Plug-in Hybrid bílarnir okkar eru búnir bæði hefðbundnri vél og rafhlöðu og laga sig þannig að aksturslagi þínu.
RAFBÍLL
Margir kostir fylgja akstri Lexus rafbíla, allt frá kostnaðarhagkvæmni og umhverfisávinningi til úrvals hleðslumöguleika.