Skip to Main Content (Press Enter)
Lexus á Íslandi
LEXUS RAFVÆÐING

AFKASTAMEIRI HYBRID

Afkastamikli Lexus RX 500h Hybrid er fyrsti Lexus Hybrid bíllinn með vél með forþjöppu og því kemur ekki á óvart að hann skilar einstöku rafknúnu afli og hröðun í hverri ökuferð. Kynntu þér þennan Hybrid bíll sem er hannaður fyrir þá sem sækjast bæði eftir spennu og frábærum stöðugleika við akstur.

LEXUS RX 500h

ÓTRÚLEG UPPLIFUN

HAMINGJA Á HREYFINGU

Sparneytinn. Öflugur. Glæsilegur. Nýi, öflugi Lexus RX 500h Hybrid bíllinn býður upp á endurnærandi rafmagnsupplifun sem þú færð ekki nóg af. Hann var listilega hannaður í Japan og prófaður víða um heim til að ná fram meiri afköstum og viðbragðsflýti. Kynntu þér nýja tegund akstursánægju.

maður undir stýri á Lexus
Maður gengur fram hjá Lexus RX
SPENNA SEM ER ENGU LÍK

NÝTT BYGGINGARLAG. NÝ AFKÖST.

Nýr RX 500h býr yfir öflugri orku og er fyrsti Hybrid bíllinn frá Lexus sem er með forþjöppu. Endurbætt Hybrid-aflrás, 2,4 lítra bensínvél með forþjöppu og sex þrepa sjálfskipting skila 371 DIN hö. eða 273 kW þannig að hægt er að ná 100 km/klst. hraða á aðeins 6,2 sekúndum.

HVERNIG VIRKAR AFKASTAMEIRI RX500h?

DIRECT4-TÆKNI

ÓTRÚLEG ALDRIFSUPPLIFUN

DIRECT 4-aldrifið í afkastamikla RX 500h Hybrid bílnum tryggir einstaka orku og sérsniðna, snarpa aksturseiginleika þar sem ökumaður upplifir stöðugleika þótt ekið sé greitt. DIRECT4 er einstök ný Lexus aflrásartækni sem er byggð á því að samræma snúningsvægi og hemlun á öllum fjórum hjólunum á hnökralausan hátt til að tryggja sem besta stöðu og afköst í samræmi við akstursskilyrði og fyrirætlanir ökumanns. Þú getur hallað þér aftur og notið viðbragðsflýtis og þæginda undir stýri.
EINSTAKUR LEXUS-AKSTUR

NÁIÐ SAMBAND VIÐ BÍLINN

Fleiri viðbætur auka svo enn á hið þægilega samspil ökumanns og bíls sem DIRECT 4-aldrifið skapar. RX 500h Hybrid bíllinn er með nýja fjölliða afturfjöðrun, léttara en þó stífara byggingarlag og lægri þyngdarmiðju, sem allt stuðlar að því að veita ökumanninum meiri stjórn, þægindi og öryggi. Þetta er fullkomnasta birtingarmyndin af einstökum Lexus-akstri til þessa.

RX 500h

ALGENGAR SPURNINGAR  

Afkastamikill Lexus Hybrid bíll er algjörlega ný Hybrid hönnun sem samanstendur af 2,4 lítra vél með forþjöppu og sex þrepa sjálfskiptingu.

Vélin í afkastamiklu Hybrid er með sömu tækni og er í sjálfhlaðandi Hybrid bílunum okkar. Aflgjafarnir eru tveir, rafhlöðuknúinn rafmagnsmótor og bensínknúinn brunahreyfill, sem bjóða upp á það besta úr báðum heimum í akstri á rafmagni.

Já. Með afkastamiklum Hybrid bíl getur þú notið sömu kosta og með öðrum sjálfhlaðandi rafmagnsbílum okkar sem hlaða sig um leið og þú ekur.

Nákvæmur samanburður veltur á gerðunum sem um ræðir. Í Lexus RX liggur munurinn í aflinu.

 

Sjálfhlaðandi 350h Lexus Hybrid bíllinn sækir afl frá bæði 2,5 lítra bensínvél og rafmótor(um) og skilar 250 DIN hö., eða 184 kW. Útkoman er hröðun úr 0 í 100 km/klst. á 7,9 sekúndum. Afkastamikli RX 500H Hybrid bíllinn er jafnvel enn kraftmeiri og meira hressandi fyrir tilstilli nýrrar Hybrid hönnunar sem samanstendur af 2,4 lítra vél með forþjöppu og sex þrepa sjálfskiptingu sem tryggja 371 DIN ha. eða 273 kW og þú nærð 0–100 km/klst. hröðun á 6,2 mögnuðum sekúndum.

Nei. Ekki þarf að stinga sjálfhlaðandi Hybrid bílum frá Lexus í samband til að endurhlaða þá. Rafhlaðan hleður sig þegar þú ekur og notar rafstýrt hemlakerfi: með endurnýtingu hemlunarafls.

KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ

ÞÆGINDANNA VEGNA

PLUG-IN HYBRID

Plug-in Hybrid bílarnir okkar eru búnir bæði hefðbundnri vél og rafhlöðu og laga sig þannig að aksturslagi þínu.

ÁNÆGJUNNAR VEGNA

RAFBÍLL

Margir kostir fylgja akstri Lexus rafbíla, allt frá kostnaðarhagkvæmni og umhverfisávinningi til úrvals hleðslumöguleika.