Skip to Main Content (Press Enter)
Lexus á Íslandi
Verð frá (m. vsk)
11.590.000 kr.
Blandaður akstur (l/100 km)
1 l/100km

Útfærslur

Veldu útfærslu

8 Valmöguleikar

  • NX - Comfort - 5 dyra

    NX Comfort

    Hybrid
    5 dyra
    • +
      Afturljósasamstæða, LED-ljós
    • +
      Birtuskynjari
    • +
      Dagljós, LED-ljós

    Select Engine

    Frá

    11.590.000 kr.

    Sjálfskiptur | 4X4
    • Blandaður akstur (l/100 km)
      6 l/100km
  • NX - Executive Plug-in - 5 dyra

    NX Executive Plug-in

    Hybrid
    5 dyra
    • +
      Afturljósasamstæða, LED-ljós
    • +
      Bílastæðaskynjarar að framan og aftan
    • +
      Birtuskynjari

    Select Engine

    Frá

    12.450.000 kr.

    Sjálfskiptur | 4X4
    • Blandaður akstur (l/100 km)
      1 l/100km
  • NX - Overtrail Plug-in - 5 dyra

    NX Overtrail Plug-in

    Hybrid
    5 dyra
    • +
      Afturljósasamstæða, LED-ljós
    • +
      Beygjuljós, LED-ljós
    • +
      Bílastæðaskynjarar að framan og aftan

    Select Engine

    Frá

    12.950.000 kr.

    Sjálfskiptur | 4X4
    • Blandaður akstur (l/100 km)
      1.1 l/100km
  • NX - Executive - 5 dyra

    NX Executive

    Hybrid
    5 dyra
    • +
      Afturljósasamstæða, LED-ljós
    • +
      Bílastæðaskynjarar að framan og aftan
    • +
      Birtuskynjari

    Select Engine

    Frá

    13.090.000 kr.

    Sjálfskiptur | 4X4
    • Blandaður akstur (l/100 km)
      6 l/100km
  • NX - F Sport Plug-in - 5 dyra

    NX F Sport Plug-in

    Hybrid
    5 dyra
    • +
      Afturljósasamstæða, LED-ljós
    • +
      Beygjuljós, LED-ljós
    • +
      Bílastæðaskynjarar að framan og aftan

    Select Engine

    Frá

    13.750.000 kr.

    Sjálfskiptur | 4X4
    • Blandaður akstur (l/100 km)
      1.1 l/100km
  • NX - Luxury Plug-in - 5 dyra

    NX Luxury Plug-in

    Hybrid
    5 dyra
    • +
      Afturljósasamstæða, LED-ljós
    • +
      Beygjuljós, LED-ljós
    • +
      Bílastæðaskynjarar að framan og aftan

    Select Engine

    Frá

    14.550.000 kr.

    Sjálfskiptur | 4X4
    • Blandaður akstur (l/100 km)
      1.1 l/100km
  • NX - F Sport - 5 dyra

    NX F Sport

    Hybrid
    5 dyra
    • +
      Afturljósasamstæða, LED-ljós
    • +
      Beygjuljós, LED-ljós
    • +
      Bílastæðaskynjarar að framan og aftan

    Select Engine

    Frá

    15.090.000 kr.

    Sjálfskiptur | 4X4
    • Blandaður akstur (l/100 km)
      6.4 l/100km
  • NX - Luxury - 5 dyra

    NX Luxury

    Hybrid
    5 dyra
    • +
      Afturljósasamstæða, LED-ljós
    • +
      Beygjuljós, LED-ljós
    • +
      Bílastæðaskynjarar að framan og aftan

    Select Engine

    Frá

    15.290.000 kr.

    Sjálfskiptur | 4X4
    • Blandaður akstur (l/100 km)
      6.4 l/100km

Eftirtektarvert nýtt útlit og framúrskarandi rafmögnuð afköst skilja glænýja NX 350h sjálfhlaðandi Hybrid bílinn og NX 450h+ Plug-in Hybrid frá öðrum miðlungsstórum lúxusjeppum. Í innanrými bílsins gælir takumi-handverkssmíði við skynfærin og Lexus Safety System+ veita stjórn og vernd.

  • SLAKAÐU Á MEÐAN ÞÚ HLEÐUR BATTERÍIN

    Lexus link+ appið gerir þér kleift að athuga hleðlsustöðu rafhlöðu, velja tíma fyrir hleðslu, afísa fram- og afturrúður og forkæla eða forhita farþegarými bílsins.
     
     
  • BREYTT UMHVERFI

    Kynntu þér hvernig samgöngukerfi borga þurfa að breytast til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

     

  • FIMM STJÖRNU ÖRYGGI

    Lexus NX fær hæstu einkunn, fimm stjörnur, í prófun hjá óháða öryggisprófanafyrirtækinu Euro NCAP.

                                                                               

AFKÖST

  • FYRSTA FLOKKS HYBRID OG PLUG-IN AFLRÁSIR 

    Nýr NX er búinn háþróuðustu aflrásunum frá Lexus fyrir Plug-in Hybrid og sjálfhlaðandi Hybrid bíla sem í boði eru í dag og er hagkvæmari og umhverfisvænni en flestir bensín- eða dísilknúnir meðalstórir jeppar. Sjálfhlaðandi Lexus Hybrid kerfið er afrakstur yfir 15 ára reynslu á sviði tæknibyltinga í rafbílaframleiðslu og veitir NX 350h meiri kraft og hröðun, en á sama tíma fyrsta flokks sparneytni og útblásturslosun. NX 450h+ setur ný viðmið fyrir Plug-in Hybrid með nýrri Lexus Electrified-aflrás. Hrifningin stafar ekki aðeins af 80 km drægi í innanbæjarakstri í EV-stillingunni sem skilar engum útblæstri, 306 DIN hö. og snöggri hröðun. Bíllinn er einnig búinn fyrsta flokks Hybrid sparneytni þegar rafhlaðan er orðin tóm og engu er fórnað hvað varðar farangursrými eða rúmtak eldsneytisgeymis.

  • TAZUNA-ÖKUMANNSRÝMI                                                                                            

    Hin eftirtektarverða „Tazuna“-hugmynd sem fyrst var notuð við hönnun LF-30 var höfð að leiðarljósi við hönnun NX. Hugmyndin felst í því að skila spennandi akstursupplifun með því að hámarka snertingu við veginn framundan og stýrið í hendi þér. Ökumannsrými NX sækir innblástur í það hvernig knapar eru tengdir við hestinn sinn með taumnum (Tazuna).

  • AKSTURSSTILLINGAROFI                                                                                      

    Akstursstillingarofinn, sem staðsettur er við stýrið, gerir ökumönnum kleift að velja á milli stillinganna „Eco“, „Normal“ og „Sport“ til að hámarka sparneytni, kraft og fágun bílsins. Ásamt „Eco“ og „Normal“ býður nýr NX F SPORT að auki upp á stillingarnar „Custom“, „Sport S“ og „Sport S+“.

NX er byggður á hinu margrómaða heildræna K-byggingarlagi okkar og er búinn kraftmiklum endurbótum, þar á meðal auknu gripi og bættri svörun. Aukin sporvídd og lægri þyngdarpunktur skila frábærum aksturseiginleikum og stöðugleika. Verkfræðingar Lexus nýttu sér leysigeislatækni (laser screw welding) til að sjóða skrúfur, límingartækni, þakstyrkingu, tvöfalda vélarhlífalása og álagsþolið stál til að ná fram fágun og draga úr undirstýringu. Til að draga úr þyngd voru bretti og vélarhlífin gerð úr áli. 

Til að bíllinn geti verið búinn rúmgóðu farþegarými með 500 lítra farangursrými og lágum þyngdarpunkti er öflug 18,1 kW li-ion rafhlaða NX 450h+ sett upp undir gólfið í farþegarýminu. Þessi nýi rafhlöðupakki notar 96 li-ion rafhlöður með mikilli afkastagetu og nær 65 km heildardrægi (80 km í borginni) í EV-stillingu, sem er það besta í flokki sambærilegra bíla. Þessi rafhlaða var nýlega þróuð fyrir NX 350h og er staðsett undir aftursætunum. Hún stuðlar bæði að rúmgóðu innanrými og framúrskarandi aksturseiginleikum. Um leið og léttar li-ion rafhlöðurnar bæta hleðsluafköst hafa stærð og kælikerfi bílsins verið fínstillt.

E-FOUR skilar hnökralausum akstri og góðri spyrnu í torfærum. Framsækin E-FOUR aflrásin er sömuleiðis búin 54 DIN hestafla rafmótor á aftari öxli sem skilar samstundis togi eftir þörfum.

ÖRYGGI

  • LEXUS SAFETY SYSTEM +3

    Nýjasta Lexus Safety System +3 gegnir hlutverki aðstoðarökumanns og tryggir öryggi þitt við allar akstursaðstæður, hvort sem það er í borgarumferðinni eða á þjóðveginum, að degi eða nóttu, á gatnamótum, í beygjum eða þegar skipt er um akrein. Uppfærða árekstrarviðvörunarkerfið, sem knúið er af tækni sem markar tímamót í slysavörnum, getur núna greint mótorhjólafólk í dagsbirtu og gangandi vegfarendur að nóttu til.

  • BLINDSVÆÐISSKYNJARAR

    Lexus NX notar blindsvæðisskynjara til að fylgjast með umferð bíla og hjólreiðamanna sem nálgast aftan frá og þegar þörf er á virkist rafrænn lás sem heldur hurðinni/hurðunum lokuðum og fækkar þannig slysum við opnun hurða um allt að 95%.

  • FJÖLNOTA UPPLÝSINGASKJÁR

    Upplýsingakjár er innbyggður í mæliborð bílsins og veitir þér allar helstu upplýsingar, þar á meðal öryggisviðvaranir og leiðsögn. Fyrir kraftmeiri akstursupplifun lagar skjárinn einnig útlit sitt og efni að því hvort þú ert í stillingunni „Normal“, „Eco“ eða „Sport“.

Auk þess að vera búinn sérlega sterku farþegarými er öryggi farþega aukið enn frekar með átta háþróuðum loftpúðum: tveggja þrepa loftpúða og hnéloftpúða fyrir ökumann, eins þrepa loftpúða fyrir farþega í framsæti, miðjuloftpúða til að draga úr snertingu milli ökumanns og farþega í framsæti, hliðarloftpúða á framsætum og loftpúðatjöldum sem ná yfir báðar hliðar farþegarýmisins.

DJÖRF HÖNNUN

  • NÝTT EINKENNANDI GRILL

    Hönnuðir okkar voru staðráðnir í því að hanna kraftmikið, nýtt útlit fyrir NX. Kröftugara grill með innbyggðum ramma var þróað. Nýja hönnunin stuðlar að því að draga úr þyngd bílsins og leggur áherslu á kraftmikinn svip hans. Mjóir U-laga íhlutir voru hannaðir til að mynda heillandi netmynstur. Að lokum skilar lóðrétt hönnun grillsins, ásamt þreföldu raufunum neðst, betri kælingu.

  • FJÓRFÖLD LED-LJÓS / DAGLJÓS

    Þessi glæsilegu fjórföldu LED-aðalljós eru með svartri umgerð sem gefur bílnum mjög afgerandi svip. Ljósin eru undirstrikuð með einkennandi L-laga dagljósum frá Lexus.

  • NÝTT ÚTLIT AÐ AFTAN

    Stílhreint, nýtt einkennandi ljós frá Lexus, með afgerandi L-laga ljósahönnun, nær yfir allan afturhluta nýja NX. Endurhannað merki Lexus veitir bílnum nútímalegt yfirbragð og er staðsett á bílnum miðjum.

Framsætin í nýja NX hafa verið endurhönnuð til að bjóða upp á fyrsta flokks aðgengi og stjórn, ásamt frábærum stuðningi og þægindum á borð við hita og loftræstingu. Sætishliðarnar eru nú íhvolfar til að veita viðeigandi stuðning í kringum mittið og það minnkar einnig snertingu olnboga við sætið við notkun á stýri og gírstöng eða þegar miðstokkurinn er opnaður. Að lokum var hæð sætishliðanna lækkuð til að auðveldara sé að stíga inn og út úr bílnum.

Þar sem stýrið og gírstöngin geta haft veruleg áhrif á akstursupplifunina hafa hönnuðir unnið með „Takumi“-meistara Lexus að því að fínpússa þessa snertifleti. Á stýrinu var hugað sérstaklega að löguninni og miðhlutanum til að gefa gott grip og aukna stjórn. Snertinæmu rofarnir fóru einnig í gegnum endurhönnunarferli.

Aftursæti með 60:40 skiptingu er staðalbúnaður í öllum nýjum NX gerðum, sem auðveldar flutning á stærri hlutum. Þegar búið er að leggja öll aftursætin niður fæst nóg pláss fyrir fyrirferðarmikinn farangur.

FRUMLEG TÆKNI

  • GLERÞAK

    Glæsilega glerþakið er fáanlegt með þakbogum og nú er einnig möguleiki á að hafa opnanlegan hlera á þakinu. Glerþakið veitir meira höfuðrými og hleypir meira sólskini inn í farþegarýmið. Glerþakið er búið rafknúinni rennihlíf sem hægt er að loka ef sólin er of sterk. Einnig er hægt að fá bílinn með rafdrifinni glersóllúgu sem hleypir birtu inn og gefur tilfinningu fyrir auknu rými og þægindum í farþegarými NX.

  • RAFKNÚINN AFTURHLERI

    Rafknúinn og viðbragðsfljótur fjarstýrður afturhleri er kærkominn eiginleiki, ekki síst þegar þú ert með fangið fullt af innkaupapokum. Lykillinn þarf bara að vera í vasanum eða töskunni þinni og þú opnar eða lokar afturhleranum með því að stinga fætinum undir afturstuðarann.

  • AC-HLEÐSLUTENGI

    NX 450h+ er búinn AC-hleðslutengi hægra megin að aftan, sem og innbyggðu hleðslutæki með 6,6 kW hámarksafköstum.

Upplýsingar um bílinn birtast í lit beint á framrúðunni. Sjónlínuskjár gerir þér kleift að skoða leiðsögn, öryggisbúnað, upplýsingar um bílinn og hljóðstillingar án þess að taka augun af veginum. Notkun skjásins er snurðulaus í gegnum snertirofa á stýrinu.

S-Flow stjórnar lofthitanum í innanrýminu hugvitssamlega í samræmi við umhverfisástandið og tryggir þannig einstaka sparneytni og þægindi fyrir hvern farþega.

FLEIRI TENGINGAR

  • LEXUS MARGMIÐLUN

    Lexus margmiðlun er með betra viðbragð og með bættri upplausn á bæði 9,8 tommu (Lexus Link+ Connect með leiðsögukerfi) og stóra 14 tommu snertiskjánum (Lexus Link+ Pro með innbyggðri hybrid-leiðsögn). Kerfið notar leiðsögukerfi í gegnum ský til að uppfæra kort og umferðarupplýsingar reglulega.

  • 17 HÁTALARA MARK LEVINSON®-HLJÓMKERFI

    Nýja 17 hátalara Mark Levinson® Premium Surround-hljómkerfið, sem fáanlegt er í NX 350h Luxury og F SPORT útfærslunum, hefur verið sniðið að hljómburði innanrýmis NX. Það er með óviðjafnanlegan 7,1 rásar stafrænum heimabíóhljóm, auk Clari-Fi™, sem endurskapar hljóð sem tapast við stafræna MP3-samþjöppun. Stóri 25 cm aftari bassahátalarinn er falinn í 20 lítra rými undir farangursrýminu til að skila betri hljómi og svipaðar þannig til hátalara í hágæðahljómflutningstækjum, án þess þó að það bitni á farangursrýminu. 10 hátalara fyrsta flokks hljómtæki fylgja sem staðalbúnaður í öllum útfærslum. Þau eru búin FM RDS-stilli, stafrænu útvarpi og Bluetooth-tengingu og bjóða upp á betri hljómburð með stórum hátölurum í framhurðunum.

  • TENGING VIÐ SNJALLSÍMA

                                                                                      Með Android Auto® og Apple CarPlay® getur þú birt og opnað ákveðin forrit snjallsímans með auðveldum hætti á 9,8 tommu eða 14 tommu skjánum í NX.

Gervigreind og skýjaþjónusta vinna saman í hinni snjöllu raddaðstoð Lexus þar sem ekki er lengur þörf á að fikta í tökkum á meðan þú fylgist með veginum framundan. Þessi nýlega hannaða „Hey Lexus“-raddaðstoð skilur náttúrlegt tungumál og samhengi fullyrðinga á borð við „I‘m hungry“ (ég er svangur/svöng) eða „I‘m cold“ (mér er kalt) og getur jafnvel greint hvaða farþegi er að tala. Hægt er að virkja eiginleika bílsins á borð við umhverfislýsingu eða leita á netinu án þess að taka hendurnar af stýrinu.

Hægt er að hlaða samhæfa snjallsíma eða önnur rafeindatæki með því að nota þráðlausa hleðslutækið. Hleðslutækið hleður 50% hraðar en áður, er haganlega staðsett og hentugt geymsluhólf situr undir því. NX er með fjögur USB-tengi til að halda tækjunum þínum hlöðnum og tengdum (að framan: 1 x A-gerð + 1 x C-gerð, að aftan: 2 x C-gerð).

FINNDU HVERNIG ER AÐ AKA NÝJUM NX

Bókaðu reynsluakstur og upplifðu Lexus NX.

ÁVINNINGUR EIGENDA

Markmið okkar er að það sé góð upplifun að eiga Lexus. Því bjóðum við sérhannaða þjónustu til að sinna þörfum þínum og bílsins. Þar á meðal er:

 

NX MYNDASAFNIÐ

Skoðaðu myndasafnið fyrir glænýjan NX.

AÐRIR SPORTJEPPAR

POST https://dxp-webcarconfig.lexus-europe.com/v1/model-filter-results/is/is?sortOrder=modelName&model=ue%2Crx%2Crxl