Skip to Main Content (Press Enter)
ÞJÓNUSTUTENGD ÁBYRGÐ

LEXUS RELAX

Með því að þjónusta bílinn hjá viðurkenndum þjónustuaðila getur þú átt rétt á 12 mánaða ábyrgð. Í boði þar til bíllinn hefur náð 10 ára aldri eða ekinn 200.000 km.

KYNNTU ÞÉR LEXUS RELAX
Frá 1. júlí 2021 býður Toyota á Íslandi eigendum Lexus bifreiða sem fluttar eru inn af Toyota á Íslandi upp á þann kost að fá nýja 12 mánaða / 15.000 km ábyrgð á viðkomandi bifreiðar í senn – hvort sem fyrr kemur – eftir að 5 ára eða 7 ára ábyrgð frá innflutningsaðilanum er útrunnin eða í þann mund að renna út. Það eina sem eigandi bifreiðarinnar þarf að gera er að koma með hana í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Innflytjanda.

Lexus Relax er í boði þar til Lexus bifreið hefur náð 10 ára aldri eða verið keyrð 200.000 km eða meira – hvort sem fyrr kemur.

LEXUS RELAX

Hvernig virkar Lexus Relax?

Með því að þjónusta bílinn hjá viðurkenndum þjónustuaðila getur þú átt rétt á 12 mánaða ábyrgð. Í boði þar til bíllinn hefur náð 10 ára aldri eða ekinn 200.000 km. 3 ára þjónusta fylgir öllum nýjum bílum. Að 3 árum loknum getur þú virkjað Lexus Relax þjónustutengda ábyrgð einfaldlega með því að mæta með bílinn í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónutuaðilum. Hvert sem lífið tekur þig, veldu algjöra hugarró með Lexus Relax.

Er bíllinn þinn gjaldgengur?

Eftirfarandi þættir þurfa að vera til staðar til þess að Lexus bíll geti notið Lexus Relax 12 mánaða / 15.000 km ábyrgðar:

  • Bíllinn er innfluttur af Toyota á Íslandi
  • Bíllinn kemur í þjónustuskoðun til viðurkennds þjónustuaðila innflytjanda. Vert er að hafa í huga að verð fyrir þjónustuskoðun getur verið mismunandi á milli viðurkenndra þjónustuaðila.
  • A.m.k. 48 mánuðir eru liðnir af 5 ára ábyrgð og 72 mánuðir af 7 ára ábyrgð Toyota á Íslandi.
  • Bíllinn er keyrður minna en 200.000 kílómetra.
  • Bíllinn er yngri en 10 ára.

LEXUS RELAX

Skilmálar

Lexus Relax ábyrgðarskilmálar eru hinir sömu og fyrir ár 4-7 af 7 ára ábyrgð Lexus á Íslandi að því undanskildu að ekki eru lánaðir bílar á meðan RELAX ábyrgðarviðgerð stendur. Vert er að benda á að þeir hlutir sem gert er athugasemd við í þjónustuskoðun og eru EKKI lagaðir falla utan við Lexus Relax ábyrgð.

Ef um er að ræða bíla þar sem talsverður tími er liðinn síðan 5 ára, 7 ára eða RELAX ábyrgð rann sitt skeið og þjónustu hefur ekki verið sinnt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda geta komið upp tilvik þar sem ábyrgðarviðgerðir á fyrstu 30 dögum frá virkjun RELAX eru ekki samþykktar.

Smelltu hér að neðan til að kynna þér betur ábyrgðarskilmála Lexus Relax.

GILDISTÍMI LEXUS RELAX

Viðbótarábyrgðin sem fæst með Lexus Relax gildir í 12 mánuði frá og með þeim degi sem þú mætir með bílinn í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila innflytjanda eða í 15.000 km – hvort sem fyrr kemur.