Skip to Main Content (Press Enter)
Lexus á Íslandi
UPPLIFÐU MEIRA

EXPERIENCE AMAZING

Kraftmikill en um leið fágaður. Sígildur en jafnframt byltingarkenndur. Afkastamikill en á sama tíma sparneytinn. Bílarnir okkar gera þér kleift að upplifa óvæntan samruna lúxuss, þæginda og spennu. Búðu þig undir ótrúlega upplifun með Lexus.

HÁÞRÓUÐ SPENNA

AFKÖST

Sönn afköst hreyfa ekki aðeins bíla úr stað heldur hreyfa þau einnig við þér. Lexus leggur áherslu á að tengja ökumenn á áþreifanlegan hátt við bílinn, veginn og skynfærin með því að brjótast út úr viðteknum viðmiðum fyrir hraða og tækni.

FRAMTÍÐARSÝN

HUGMYNDABÍLAR

Meðfram því að framleiða bíla fyrir hversdagslega notkun erum við í fararbroddi í hönnun og þróun aflrása í gegnum einstaka hugmyndabíla. Þessir bílar eru afkvæmi linnulausrar leitar að áskorunum og takmarkalausri nýsköpunarþörf í tengslum við framtíðarstefnu Lexus.

TÁKN LEXUS

LEXUS LS

Í gegnum fágað innanrými Lexus LS umbyltum við hugmyndum fólks um lúxusbíla. Með því að sameina handunnið Kiriko-gler og aðlaðandi farþegarými sem einkennist af þægindum tókst okkur að skapa hrífandi en um leið heimilislega stemningu.

INNBLÁSIN AF SPORTBÍLUM

F-HUGMYNDAFRÆÐIN

F-hugmyndafræðin er samofin Lexus F SPORT og sækir innblástur í Lexus LFA V10-ofurbílinn og tveggja dyra RC F V8. Kynntu þér hvernig F-hugmyndafræðin gerir hverja einustu ferð sportlegri með fallegri hönnun, kappakstursökumannsrými og sérstilltri fjöðrun.

FRAMSÝNNI HUGSUN

FRAMTÍÐARSÝN

Við einbeitum okkur stöðugt að framtíðinni með forvitni og framfarir að leiðarljósi. Við sinnum brautryðjandi hugmyndavinnu og verkefnum sem koma til með að bera þig inn í framtíðina með nýjungum í hönnun og tækni.