Skip to Main Content (Press Enter)
Lexus á Íslandi
 

VIÐVÖRUN VEGNA GANGANDI VEGFARENDA

Árekstrarvarnir byggjast á því að komið sé í veg fyrir árekstur. Árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda tryggir að þú sért ávallt í sem bestri stöðu til að bregðast við því sem er framundan á veginum. Kerfið fylgist með ökutækjum og gangandi vegfarendum fyrir framan bílinn og sendir viðvörun ef framanákeyrsla er yfirvofandi og eykur hemlunargetu þína ef árekstur er óumflýjanlegur.

Árekstrarviðvörunarkerfið notar radarmæli og myndavél til að kanna veginn í smáatriðum og greina bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk.

Ef árekstur er yfirvofandi er ökumanni gert viðvart með bæði hljóði og sjónrænum táknum svo hann geti brugðist við. Ef greining kerfisins sýnir að miklar líkur séu á árekstri eða að árekstur sé óumflýjanlegur eykur hemlaaðstoðin hemlakraftinn og bremsurnar eru virkjaðar sjálfkrafa til að koma í veg fyrir árekstur og lágmarka tjón.

Árekstrarviðvörunarkerfið styður við eðlislæg viðbrögð ökumannsins, gefur honum betri tilfinningu fyrir nálægð hindrana á veginum og eykur hugarró hans. Akstur á framandi vegum verður ánægjulegri þar sem árekstrarviðvörunarkerfið gerir þig meðvitaðri um aðra vegfarendur svo þú getir slakað á og notið bílferðarinnar.

Fyrirvari: Notið ekki öryggiskerfi Lexus í stað hefðbundins aksturs við neinar kringumstæður og lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en kerfið er notað. Ökumaður ber ævinlega ábyrgð á öryggi við akstur.

GERÐIR MEÐ ÞESSUM TÆKNIBÚNAÐI

LS
Hybrid
LS EXE Sedan 4 dyra (LWB)
Frá 28.360.000 kr.

POST https://dxp-webcarconfig.lexus-europe.com/v1/model-filter-results/is/is?model=ls