- Opna brúin og sundlaugardekkið hafa verið stækkuð til að bjóða upp á meira rými fyrir afþreyingu og afslöppun.
- Framleiðslan verður í höndum Horizon Group, sem hefur getið sér gott orð fyrir framúrskarandi tækni sem þróuð hefur verið við smíði ofursnekkja.
LY650-lúxussnekkjan frá Lexus endurfæðist nú í nýrri kynslóð með spennandi endurbótum undir heitinu LY680. Frá og með 21. mars 2024 verður byrjað að taka við pöntunum í Japan á söluskrifstofum Toyota Marine og hjá öðrum sérvöldum söluaðilum*1.
Markmið Lexus er að vera lúxusvörumerki og flaggskip þess, lúxussnekkjan, er útfærð samkvæmt Crafted-hönnunarstefnu Lexus. LY680 einkennist af þessari stefnu með sérstakri áherslu á hvert einasta smáatriði í þeim tilgangi að fara fram úr væntingum viðskiptavina og skapa einstaka upplifun sem örvar skynfæri þeirra, jafnt við festar sem úti á opnu hafi.
Hugmyndin að baki lúxussnekkjunnar er að hún sé „griðastaður úti á opnu hafi þar sem viðskiptavinir geta upplifað frelsi og afslöppun“. Ytra byrði einkennist af L-finesse hönnunarstefnu Lexus og innanrýmið er fullkomlega frágengið, allt niður í minnstu smáatriði, til að tryggja þægilegan íverustað. Þegar kemur að afköstum stefnir Lexus að hrífandi siglingahæfni, stöðugri stjórn, þægilegri siglingu og hljóðlátri vinnslu.
Framleiðslan var í höndum Horizon Group, sem hefur getið sér orð fyrir framúrskarandi tæknilausnir sem þróaðar hafa verið við smíði ofursnekkja. Með því að sameina framleiðslugetu Horizon Group og snekkjuframleiðslulausnir á grunni TPS*2 hafa styrkleikar beggja vörumerkja verið samþættir til að ná enn frekari endurbótum.
Líkan af LY680 í hlutföllunum 1/20 var til sýnis á alþjóðlegu bátasýningunni í Japan 2024, sem haldin var í Pacifico Yokohama 21. til 24. mars 2024.
*1 Afhending er áætluð vorið 2026. Sala á öðrum markaðssvæðum verður skoðuð síðar meir á grunni eftirspurnar.
*2 Framleiðslukerfi Toyota