LEXUS ATP HEAD2HEAD RATLEIKURINN
Fylgstu með rafmögnuðum þáttum þar sem keppendur ATP þáttaraðarinnar taka þátt í áskorunum sem reyna á. Hægt er að horfa á alla þættina á YouTube.
Árið 2023 skrifaði Lexus undir langtímasamning við ATP (Association of Tennis Professionals) sem opinber bílaframleiðandi og aðalsamstarfsaðili ATP-mótaraðarinnar.
Bæði Lexus og ATP-mótaröðin segja sögu um nýsköpun, árangur og stöðuga leit að fullkomnun. Áhugafólk og viðskiptavinir eru ávallt í fyrsta sæti og hjá báðum vörumerkjum er lögð áhersla á að skapa ógleymanlegar upplifanir.
Fylgstu með rafmögnuðum þáttum þar sem keppendur ATP þáttaraðarinnar taka þátt í áskorunum sem reyna á. Hægt er að horfa á alla þættina á YouTube.
Frá því tilkynnt var um samstarfið í júní hefur Lexus styrkt ýmis spennandi ATP-mót eins og ATP 500 Cinch Championships og ATP 250 Rothesay International í Bretlandi, ATP 500 Hamburg European Open í Þýskalandi, ATP 250 Generali Open í Austurríki, ATP 250 Astana Open í Kasakstan, svo fáein séu talin. Þannig hefur vörumerkið verið áberandi á völlunum sem og í fjölmiðlum og á netinu.
Það stefnir í að lok keppnistímabilsins verði ekki síður spennandi þar sem Lexus styrkir ATP 1000 Paris Rolex Masters, sem fer fram frá 30. október til 5. nóvember. Keppnistímabilið 2023 nær svo hápunkti með Nitto ATP Finals í Tórínó dagana 12. til 19. nóvember.
Á síðarnefnda mótinu útvegar Lexus 45 rafbíla, þar á meðal nýju rafbílana Lexus RZ 450e og UX 300e, auk Hybrid- og Plug-in Hybrid bíla.
Tennis og Lexus. Hið fullkomna par. Undirbúningurinn, viðleitnin og augnablikin sem fá hjartað til að slá hraðar.