Í ár heitir sýningin „Lexus: Sparks of Tomorrow“. Þar má finna þrjú hönnunarverkefni sem öll eru til marks um notendavæna og framúrstefnulega hönnun Lexus. Sýningin „Lexus: Sparks of Tomorrow“ hrífur áhorfendur með sér. Þar má finna umlykjandi innsetningarverk eftir verðlaunaða arkitektinn og hönnuðinn Germane Barnes í samstarfi við ljósastúdíóið Aqua Creations, nýjar frumgerðir frá úrslitahóp HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2022 og verkefni nemenda við konunglega listaháskólann í London sem fjalla um sjálfbærari framtíð.
„Við vorum spennt að taka aftur þátt í hönnunarvikunni í Mílanó með stórkostlegt safn af verkefnum sem eru til marks um nýja kynslóð hönnunar og vilja Lexus til að feta nýjar leiðir til móts við kolefnishlutlausa framtíð með tækni, handverki og nýsköpun,“ sagði Brian Bolain, markaðsstjóri Lexus á heimsvísu. „Okkur þótti sérstaklega gaman að geta sýnt verkefni úrslitahóps HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2022 og nemenda konunglega listaháskólans ásamt innsetningu Germane Barnes, „ON/“, sem er nú sýnd í annað skipti í samstarfi við ljósastúdíóið Aqua Creations. Það var frábært að sjá viðbrögð almennings við sýningu Lexus og hvernig fólk meðtók sýn okkar á framtíðina“
Innsetningin ON/ er samstarf Lexus og Germane Barnes og sýnir rafvædda, kolefnishlutlausa og notendavæna framtíð. Lexus RZ, fyrsti rafbíllinn frá Lexus, er í aðalhlutverki sýningarinnar. Útlínur bílsins eru endurgerðar með málmgrind sem hangir aðeins ofan við jörðu. Verkið er lýsandi fyrir framtíðarsýn Lexus um sjálfbærni þar sem hugmyndir um rafvæðingu, tækni og sérsniðna hönnun eru í forgrunni. RZ-bíllinn er lýstur upp með litríkum hengiljósum úr silki, úr línunni Code 130 frá Aqua Creations, sem mynda áþreifanlega viðbót við umlykjandi innsetninguna og endurspegla framtíðarsýn Lexus þar sem kolefnishlutleysi er orðið að veruleika. Innsetningunni fylgir setustofa með nýju ToTeM-lýsingunni frá Aqua Creations.
„Það var æðislegt að setja ON/ innsetninguna aftur upp með Lexus og fara með sýninguna til Mílanó,“ sagði Germane Barnes, stjórnandi Studio Barnes. „Í upprunalegu ON/ sýningunni var LF-Z, hugmyndabíll sem táknaði leiðina í átt að kolefnishlutleysi. Í þetta skiptið notuðum við RZ til að skoða þróunina frá hugmynd til raunverulegrar afurðar og fórum í samstarf við Aqua Creations til að skapa umhverfi með áþreifanlegra yfirbragð. Hönnun fyrir framtíð sem einkennist af samstarfi, sjálfbærni, jafnrétti og einstakri upplifun einstaklinga er ekki bara drifkraftur starfa minna heldur bauð líka upp á spennandi samverkun við aðra hönnuði með verk á Sparks of Tomorrow.“