Lexus á Íslandi
 

LEXUS KYNNIR ÚRSLIT HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2020

Ný kynslóð hönnuða sem ætla sér að búa til betri framtíð.

TÓKÝÓ, Japan (27. janúar 2022) – í dag tilkynnti Lexus hvaða sex einstaklingar komust í úrslit í hönnunarverðlaunum Lexus 2022, en dómnefnd skipuð merkum hönnuðum valdi þá úr 1.726 umsóknum frá 57 löndum/svæðum. Meðlimir úrslitahópsins fá það stórkostlega tækifæri að njóta beinnar leiðsagnar fjögurra alþjóðlegra stjörnuhönnuða við hönnun á frumgerðum sem hver má kosta allt að 3.000.000 jen (um það bil 25.000 dollarar).

Nú eru hönnunarverðlaun Lexus á sínu tíunda ári en þau voru sett á laggirnar árið 2013 og hafa haldið áfram að þróast með það markmið að styðja við og efla unga hönnuði. Hönnunarverðlaunin finna nýja hæfileikaríka einstaklinga með frumlegar hugmyndir sem fá mikla athygli og fjölmiðlakynningu fyrir tilstilli þekktra aðila sem hafa þegar hlotið virðingu alþjóðasamfélagsins. Úrslitahópurinn var valinn vegna frumlegra lausna sem stuðla að betri framtíð en koma einnig til skila þremur grunnreglum Lexus-vörumerkisins, framsýni, nýsköpun og hrifningu, og auka þannig ánægju allra.

ÚRSLITAHÓPUR HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2022

  • Chitofoam frá Charlotte Böhning og Mary Lempres (tvöfaldur ríkisborgari Bandaríkjanna/Þýskalands og tvöfaldur ríkisborgari Bandaríkjanna/Noregs – íbúar Bandaríkjanna)

Lífbrjótanlegar umbúðir úr skeljum mjölorma sem hafa innbyrt pólýstýrenfrauðúrgang.

  • Hjólastóll með hengirúmi frá Wondaleaf (Malasía)

Í senn hjólastóll, lyftari og hengirúm til að takmarka álag á umönnunaraðila við að lyfta sjúklingum.

  • Ina Vibe frá Team Dumanis (Nígería)

Sjálfbær eldunar-, hleðslu- og ljósabúnaður.

  • Rewind frá Poh Yun Ru (Singapúr)

Kerfi sem býður upp á fjölskynjunarörvun til að efla minnisheimt eldri einstaklinga með elliglöp.

  • Sound Eclipse frá Kristil og Shamina (Rússland)

Hljóðdeyfandi tæki sem dregur úr hávaða að utan þegar það er sett við opinn glugga.

  • Tacomotive frá Kou Mikuni (Japan)

Áþreifanlegur ökuhermir fyrir börn með sjón- og heyrnarskerðingu.

Anupama Kundoo, einn dómara hönnunarverðlauna Lexus 2022, sagði „hönnuðirnir heilluðu mig með næmi þeirra fyrir raunverulegum vandamálum fólks með fötlun og áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir, til að mynda hvað varðar sjálfbærni. Í leiðsagnarferlinu munum við finna bestu lausnirnar fyrir hugmyndir úrslitahópsins. Ég naut þess að vinna með svona fjölbreyttum hópi fólks í dómnefndinni og finna hvað við áttum margt sameiginlegt. Mismunandi sjónarmið okkar bættu hvert annað upp og voru með sameiginleg grunngildi að baki sér.“

Fyrr í janúar tóku einstaklingarnir sex í úrslitahópnum þátt í fimm daga vinnustofu með fjórum leiðbeinendum: Sam Baron, Joe Doucet, Sabine Marcelis og Yosuke Hayano. Með beinum samskiptum við þessar stjörnur fékk úrslitahópurinn faglega ráðgjöf til að átta sig á möguleikum hugmynda sinna og koma þeim í framkvæmd. Úrslitahópurinn heldur áfram að vinna með leiðbeinendum til að gera frumgerðir næstu þrjá mánuðina þar til úrslitakeppnin fer fram.

Vorið 2022 mun dómnefndin, sem samanstendur af þekktu framsæknu hönnuðunum Paola Antonelli, Anupama Kundoo, Bruce Mau og Simon Humphries, velja sigurvegara eftir kynningu sem sýnir hversu vel frumgerðirnar koma hönnunarstefnunni til skila.

Í einstakri persónusniðinni eftirfylgni fá einstaklingarnir sex ráðgjöf frá hverjum dómara til að skoða framtíðaratvinnumöguleika og koma starfsferlinum af stað.

* Frekari upplýsingar er að finna á LexusDesignAward.com

Opinbert myllumerki: #lexusdesignaward

 

UM LEXUS

Lexus var stofnað árið 1989 með framleiðslu á sedan-bílnum, flaggskipi sínu, og bauð upp á gestaupplifun sem setti ný viðmið fyrir framleiðendur fyrsta flokks bíla. Árið 1998 kynnti Lexus til sögunnar lúxussportjeppann með Lexus RX. Eftir að hafa framleitt fyrsta hybrid-lúxusbílinn árið 2006 er Lexus leiðandi í sölu á slíkum bílum og hefur selt fleiri en 2,02 milljónir hybrid-bíla.

Lexus er alþjóðlegur bílaframleiðandi lúxusbíla sem stefnir ávallt á djarfa og einkennandi hönnun, framúrskarandi handverk og hrífandi afköst. Lexus hefur þróað vörulínurnar sínar til að uppfylla þarfir næstu kynslóðar af unnendum lúxusbíla um allan heim og Lexus-bílar eru nú seldir í fleiri en 90 löndum/svæðum víðsvegar um heim.

Fulltrúar/starfsfólk Lexus um allan heim hafa helgað sig því að búa til stórkostlega Lexus-upplifun til að færa heiminum gleði og breyta honum til hins betra.

UM HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS

Hönnunarverðlaun Lexus voru stofnuð árið 2013. Þetta er alþjóðleg keppni fyrir nýja hönnuði um allan heim. Markmið verðlaunanna er að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins með því að styðja verkefni hönnuða sem hafa burði til að gera heiminn betri. Sex einstaklingar eru valdir í úrslitahóp og hafa stórkostlegt tækifæri til að gera frumgerðir af hugmyndunum sínum með leiðsögn þekktra hönnuða. Með hönnunarverðlaunum Lexus fá þeir alþjóðlega kynningu og þannig aukin atvinnutækifæri.