Ný kynslóð hönnuða sem ætla sér að búa til betri framtíð.
TÓKÝÓ, Japan (27. janúar 2022) – í dag tilkynnti Lexus hvaða sex einstaklingar komust í úrslit í hönnunarverðlaunum Lexus 2022, en dómnefnd skipuð merkum hönnuðum valdi þá úr 1.726 umsóknum frá 57 löndum/svæðum. Meðlimir úrslitahópsins fá það stórkostlega tækifæri að njóta beinnar leiðsagnar fjögurra alþjóðlegra stjörnuhönnuða við hönnun á frumgerðum sem hver má kosta allt að 3.000.000 jen (um það bil 25.000 dollarar).
Nú eru hönnunarverðlaun Lexus á sínu tíunda ári en þau voru sett á laggirnar árið 2013 og hafa haldið áfram að þróast með það markmið að styðja við og efla unga hönnuði. Hönnunarverðlaunin finna nýja hæfileikaríka einstaklinga með frumlegar hugmyndir sem fá mikla athygli og fjölmiðlakynningu fyrir tilstilli þekktra aðila sem hafa þegar hlotið virðingu alþjóðasamfélagsins. Úrslitahópurinn var valinn vegna frumlegra lausna sem stuðla að betri framtíð en koma einnig til skila þremur grunnreglum Lexus-vörumerkisins, framsýni, nýsköpun og hrifningu, og auka þannig ánægju allra.
ÚRSLITAHÓPUR HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2022
- Chitofoam frá Charlotte Böhning og Mary Lempres (tvöfaldur ríkisborgari Bandaríkjanna/Þýskalands og tvöfaldur ríkisborgari Bandaríkjanna/Noregs – íbúar Bandaríkjanna)
Lífbrjótanlegar umbúðir úr skeljum mjölorma sem hafa innbyrt pólýstýrenfrauðúrgang.
- Hjólastóll með hengirúmi frá Wondaleaf (Malasía)
Í senn hjólastóll, lyftari og hengirúm til að takmarka álag á umönnunaraðila við að lyfta sjúklingum.
- Ina Vibe frá Team Dumanis (Nígería)
Sjálfbær eldunar-, hleðslu- og ljósabúnaður.
- Rewind frá Poh Yun Ru (Singapúr)
Kerfi sem býður upp á fjölskynjunarörvun til að efla minnisheimt eldri einstaklinga með elliglöp.
- Sound Eclipse frá Kristil og Shamina (Rússland)
Hljóðdeyfandi tæki sem dregur úr hávaða að utan þegar það er sett við opinn glugga.
- Tacomotive frá Kou Mikuni (Japan)
Áþreifanlegur ökuhermir fyrir börn með sjón- og heyrnarskerðingu.