Skip to Main Content (Press Enter)
Lexus á Íslandi
KYNNTU ÞÉR LEXUS

HÖNNUN LEXUS Í MIAMI

Lexus sviptir hulunni af innsetningunni „Liminal Cycles“ sem er hönnuð í samvinnu við crafting plastics.

Í dag sviptir Lexus hulunni af Liminal Cycles, innsetningu sem höfðar til allra skilningarvitanna og er unnin í samstarfi við rannsóknar- og hönnunarstofuna Crafting Plastics í Bratislava. Innsetningin er kynnt í samstarfi við Institute of Contemporary Art, Miami (ICA Miami). Hún felur í sér könnun Lexus á nýsköpun í efnisnotkun, svörunartækni og sérsniði og sækir innblástur í hugmyndarafbílinn Lexus LF-ZC (Lexus Future Zero Catalyst).

Samhliða afhjúpun Liminal Cycles kynnir Lexus opinberlega línu sína í takmörkuðu upplagi af 26 munum frá þekktum hönnuðum, Germane Barnes, Michael Bennett (Studio Kër), Suchi Reddy og Töru Sakhi (T SAKHI) ásamt Crafting Plastics. Þessi lína í takmörkuðu upplagi bætir við hugmyndirnar sem skoðaðar eru í Liminal Cycles og býður áhorfendum að líta á þessa muni sem birtingarmyndir grunnstefnu Lexus um efni, nýsköpun, afköst, sjálfbærni og tæknilausnir.

Ætlunin er að vekja athygli á möguleikum náttúrulegra efna og svörunarhugbúnaðar þar sem Crafting Plastics og Lexus bjóða áhorfendum á Liminal Cycles að leggja upp í gagnvirkt ferðalag í átt að nýjum uppgötvunum. Innsetningin, sem er að finna í höggmyndagarði ICA Miami, sýnir þá aðlögunarhæfni og svörunartækni sem er miðpunktur þróunarhugmyndarinnar um hugbúnaðarbíla, þar sem stefnt er að því að hugbúnaðardrifið sérsnið verði lykilþáttur í sérstilltri lúxushönnun. Með því að virkja alþjóðlegan hóp gesta á sviði lista og hönnunar í rýni á hugbúnaðarbílnum keppir Lexus áfram að því að skapa djarfa lúxusupplifun fyrir nýja kynslóð.

Verkefni Crafting Plastics, stofnendanna Vlasta Kubušová, Miroslav Král og samstarfsfólks þeirra, fólst í því að lífga upp á hugbúnaðarbílinn þar sem þau notuðu rannsóknaraðferðir sínar til að búa til kraftmikinn, tvístraðan, miðlægan skúlptúr af „bíl“ sem vísar til Lexus LF-ZC í réttu hlutfalli. Efnisgrunnur miðlæga skúlptúrsins er þrívíddarprentað lífplast, Nuatan® – lífrænt efni sem er lífbrjótanlegt, unnið úr 100% endurnýjanlegu hráefni og skilur ekki eftir sig neitt örplast. Hann er klæddur húð sem bregst við útfjólubláu ljósi og bregst við því og öðrum umhverfisáhrifum, svo sem nálægð áhorfandans, í rauntíma með því að breyta um lit og stækka og dragast saman með hreyfingum sem líkjast andardrætti. Þessi púls líkir eftir taktföstum hreyfingum lifandi vera og táknar hugsanlegan samhljóm milli náttúrunnar og tækninnar.

Á Liminal Cycles er einnig að finna þrjár innsetningar í kringum miðlæga skúlptúrinn, sem hver um sig inniheldur hönnunarþætti LF-ZC til að sýna skynjunarviðbrögð, allt frá heyrn og sjón til lyktarskyns. Skúlptúr sem minnir á blóm vísar í lögun stýris LF-ZC og lokkar áhorfendur til að koma við sterklega, jarðkennda áferðina.  Hann bregst við mannlegri snertingu með sveiflum í hljóðstyrk og ákefð í hljóðverki innsetningarinnar sem tekur mið af umhverfinu. Annar skúlptúr endurómar form höfuðpúða LF-ZC sem hluta af hægindastól sem gefur frá sér angan innblásna af Lexus í viðbragði við snertingu gesta. Fjórði hluti innsetningarinnar er vindstýrður rimlaskúlptúr með lífplastefni sem bregst við útfjólubláum geislum. Hann greinir breytingar í útfjólublárri geislun og bregst við þessu áreiti með því að bregða upp lágstemmdu Lexus-merki á fíngerðri byggingunni. Sérhvert viðbragð sem kemur fram í allri innsetningunni ber vitni um einstaka möguleika nýsköpunar í efnisnotkun og hugbúnaðardrifna viðbragðshönnun.

Liminal Cycles verður til sýnis frá og með 15. desember og markar þriðja ár samstarfs Lexus við ICA Miami og níunda árið sem vörumerkið tekur þátt í lista- og hönnunarvikunni í Miami. Með samstarfi sínu og kynningu á innsetningum á heimsmælikvarða leggja Lexus og ICA Miami áherslu á að skapa upplifanir sem vekja innblástur og hvetja til umræðna og virkrar hugsunar um sköpun og hönnun.

Stofnendur Crafting Plastics eru Vlasta Kubušová og Miroslav Král og er fyrirtækið viðurkennt sem alþjóðlegur talsmaður fyrir notkun lífrænna efna innan almenns skapandi iðnaðar, allt frá tísku og vöruhönnun til húsbúnaðar. Með framsækinni þróun á einkaleyfisvarða Nuatan®-efninu rís Crafting Plastics gegn hönnunarumhverfi þar sem skipulögð úrelding og umtalsverð umhverfissóun er viðtekin venja. Með þessu samstarfi nálgast Lexus og Crafting Plastics ábyrga hönnun með háleitum markmiðum sem sameina fegurð, notagildi og endingu, með áherslu á endurnýtingu og afturhvarf.

„Þessi innsetning býður upp á einstakt tækifæri til að skoða metnaðarfullt skapandi verkefni sem sýnir víðtæka möguleika lífrænna efna með lágmarksmálamiðlunum,“ segir Vlasta Kubušová, annar stofnenda Crafting Plastics. „Við erum stolt af að kynna framtíðarsýn okkar við hlið Lexus, vörumerkis sem deilir sömu gildum um sjálfbærni og nýsköpun í hönnun. Við vonum að gestir fái innblástur frá möguleikum lífrænna efna og fari að líta á þau sem verðmæta eign í sameiginlegri framtíð okkar.“

HÖNNUNARLÍNA Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI FRÁ LEXUS IN DESIGN

Með skuldbindingu sinni við framtíð hönnunar fyrir skilningarvitin og heildræna lúxusupplifun kynnir Lexus einstaka línu í takmörkuðu upplagi með 26 munum sem eru hannaðir af hópi hönnuða í fremstu röð. Lexus in Design vann að þessari einstöku línu með fimm framsýnum hönnuðum sem voru valdir vegna einstakra rannsókna sinna á sjálfbærni, skynrænni hönnun og nýsköpun í efnisnotkun – Crafting Plastics, Germane Barnes, Michael Bennett (Studio Kër), Suchi Reddy og Tara Sakhi (T SAKHI). Fyrir línuna bjuggu hönnuðirnir fimm hver og einn til útgáfu af sérhönnuðum munum sem sóttu innblástur til lykilþátta í öllu starfi Lexus – sérsniðs, sjálfbærni, efna, tæknilausna og afkasta. Munirnir verka á skilningarvitin og eru hannaðir til að geyma sérhannaðan Lexus-ilm í formi kertis eða ilmdreifara.

Í línuna nota hönnuðirnir ýmis efni, allt frá gulbrúnu gleri, blaðgulli, brenndum leir og steinleir til lífbrjótanlegs plasts, pappa og endurunnins áls úr Lexus-vélarhlíf. Línan sem úr verður skapar jafnvægi milli nýsköpunar og arfleifðar, þess óræða og safngripsins og tækni og mannlegs eðlis, og flytur áhorfendur á vit ævintýraheims innlifunar og skynjunar.

Sköpun hvers hönnuðar sameinar hönnunarhugmyndafræði Lexus og núverandi starfshætti.

  • Ephemerables-lína Crafting Plastics sameinar grunnstefnuna um sérsnið og notkun lífplasts í einingaskipt, sérsníðanleg og lífbrjótanleg form.
  • Keramikílát Germane Barnes í línunni „The Beauty of Labor“ spegla verðlaunaðar rannsóknir hans til að varpa ljósi á gildi hágæðaafkasta í öllum þáttum hönnunar.
  • Lína Töru Sakhi (T SAKHI), Memory, lýsir sjálfbærni sem svipmikilli framsetningu á þróun efnisnotkunar, sem leiðir af sér einstaka lúxushönnun með samruna endurvinnanlegra efna.
  • Michael Bennett kynnir línu með gulbrúnum glerílátum sem bera titilinn Synesthesia, sem æfingu í efnisnotkun og endurtekningu sem sækir innblástur í vandað hönnunarferli Lexus.
  • Í verki Suchi Reddy, Bloom, þar sem geyma má blóm og ilm, er hlutverk tækninnar í hönnunarferlinu í forgrunni, þar sem pappi er notaður til að kanna skurðpunkta tæknilegrar snjallhönnunar.

LEXUS IN DESIGN X DILO-KERTI

Samhliða þessari línu kynnir Lexus einnig sérsniðinn ilm sem þróaður er í nánu samstarfi við dilo sem framleiðir umhverfisvænan ilm, og búinn til sérstaklega fyrir samþættingu við línuna og innsetninguna Liminal Cycles. Ilmurinn verður einnig fáanlegur sem kerti í takmörkuðu upplagi og í honum má finna áberandi tóna af blóðappelsínu og bergamot, en auk þess bregður fyrir sedrusviði og mosa sem minnir á náttúruna auk endurnýjandi ambur- og furugrunns. Ilmsnið kertisins vekur hugrenningatengsl um framfarir og endurnýjun í jafnvægi við jarðtengingu við náttúruna. dilo, sem er þekkt fyrir nýstárlegan ilm og umhverfisvænar formúlur, notar 100% sojavax sem ræktað er í Bandaríkjunum, ilmefni sem ekki innihalda þalöt og bómullarkveiki sem menga ekki við bruna.

„Það er okkur heiður að starfa með nokkrum af fremstu hönnuðum heims til að gera sýn Lexus á heildrænan lúxus og sérsniðna upplifun að veruleika með innsetningu ársins og kynningu á þessari einstöku línu,“ segir Heather Updegraff, ​​framkvæmdastjóri stefnumótunar í alþjóðlegu kynningarstarfi hjá Lexus. „Þessi verk sýna möguleika svörunartækni, sjálfbærra efna og skynjunardrifinnar hönnunar sem gefur áþreifanlega sýn inn í framtíðina og veitir áhorfendum um leið innblástur til að velta þessum hugtökum fyrir sér í daglegu lífi sínu.“

Lína Lexus In Design verður til sýnis á ICA Miami og Alcova Miami á meðan lista- og hönnunarvikan í Miami 2024 stendur yfir. Hægt verður að kaupa muni úr línunni í gjafavöruverslun ICA Miami og á netinu á HBX.com, og söluhagnaðurinn rennur til stuðnings sjálfbærniverkefnum ICA Miami.

Í höggmyndagarði ICA Miami kynnir Lexus enn og aftur Lexus Art Series: Spjall um listir og nýsköpun með Whitewall ásamt innsetningunni Liminal Cycles. Miðvikudaginn 4. desember verða haldnar tvær málstofur þar sem almenningi er boðið að taka þátt í umræðum um efnivið og sjálfbærni í lúxus- og bílahönnun. Stjórnendurnir, Katy Donoghue (ritstjóri Whitewall) og Tamara Warren (meðstofnandi og forstjóri LE CAR), verða á sviðinu ásamt hönnuðunum Vlasta Kubušová (Crafting Plastics), Suchi Reddy, Germane Barnes, Michael Bennett (Studio Kër) og Töru Sakhi (T SAKHI) auk Sellene Lee, yfirhönnuðar hjá Calty Design Research.

UM LEXUS

Lexus var stofnað árið 1989 með framleiðslu fólksbíls sem varð þeirra flaggskip og strax var boðið upp á þjónustuupplifun sem markaði sporin fyrir lúxusbílaiðnaðinn. Árið 1998 kynnti Lexus til sögunnar lúxussportjeppann þegar Lexus RX kom á markað. Lexus er í fararbroddi í sölu hybrid-lúxusbíla og frá því að fyrirtækið setti fyrsta slíka bílinn á markað hefur það selt fleiri en 2,33 milljónir rafknúinna bíla, þar á meðal hybrid-bíla, tengiltvinnbíla og rafbíla.

Lexus er alþjóðlegur framleiðandi lúxusbíla sem stefnir ávallt á djarfa og einkennandi hönnun, framúrskarandi handverk og hrífandi afköst. Lexus hefur þróað vörulínurnar sínar til að uppfylla þarfir næstu kynslóðar af unnendum lúxusbíla um allan heim og Lexus-bílar eru nú seldir í fleiri en 90 löndum/svæðum víðsvegar um heim.

Starfsfólk og samstarfsfólk Lexus um allan heim helgar sig því að bjóða upp á hina einstöku Lexus-upplifun, sem er bæði ætlað að vera spennandi og virka sem hreyfiafl í átt að betri heimi.

UM CRAFTING PLASTICS

Crafting Plastics er verðlaunuð þverfagleg hönnunar- og rannsóknarstofa sem stofnuð var af Vlasta Kubušová og Miroslav Král árið 2016. Starf hennar beinist að rannsóknum, þróun og nýtingu nýrrar kynslóðar framúrskarandi vistvænna lífrænna efna, bæði nú og í framtíðinni. Crafting Plastics vinnur á mótum vísinda og hönnunar og gjörbyltir eiginleikum og fagurfræði hverfulla efna, svo sem lífplasts úr náttúruefnum, til að skapa endingargóðar hönnunarlausnir fyrir ýmsar atvinnugreinar. Þróun á náttúrulegu og kvarðanlegu lífplasti er í forgrunni í starfsemi Crafting Plastics í því augnamiði að ýta undir notkun efnisins á sviðum hönnunar og arkitektúrs. Nuatan®, efni sem þróað er af Crafting Plastics, er vistvænn valkostur í stað plasts unnið úr jarðefnaeldsneyti og búið til úr 100% vistvænum og lífbrjótanlegum líffjölliðublöndum. Auk þess stundar stofan framsæknar rannsóknir á háþróuðum efnum sem bregðast við áreiti frá umhverfinu og virka eins og skynjunarkerfi til að auka tengsl mannfólks og náttúru.

Crafting Plastics hefur unnið með þekktum vörumerkjum á borð við Dior, Nike og Lexus og sýnt verkefni sín hjá virtum stofnunum um allan heim, þar á meðal Victoria & Albert-safninu, ALCOVA, MAK Vienna og Salon de Mobile. Hönnunarstofan hefur hlotið alþjóðlegt lof og fengið tilnefningar til slóvakísku hönnunarverðlaunanna, þýsku hönnunarverðlaunanna (2018, 2021) og Beazley Designs of the Year á Hönnunarsafninu í London. Árið 2022 hlaut Crafting Plastics viðurkenningu hjá Dezeen sem ein af framsæknustu hönnunarstofum heims og árið 2018 komst annar stofnendanna, Vlasta Kubušová, á lista Forbes í Slóvakíu yfir 30 undir 30, sem undirstrikaði hlutverk Crafting Plastics sem frumkvöðuls í hringrásarhönnun og nýsköpun á sviði sjálfbærrar efnisnotkunar.

UM DILO

dilo var stofnað árið 2017 í Fíladelfíu og hannar og framleiðir ýmsar heimilisvörur – kerti, ilmúða og -dreifara – sem allar segja sögu sem nær út fyrir hefðbundna notkun þeirra. Á árunum eftir stofnunina setti dilo á markað línur með ilmvötnum, fatnaði, reykelsi og öðrum heimilis-, snyrti- og hreinlætisvörum, sem allar eru hannaðar og búnar til af kostgæfni til að tryggja að þær séu meðal þeirra vistvænstu á sínu sviði. dilo er að mestu selt af sjálfstæðum söluaðilum og er að finna í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna og í nokkrum löndum innan Evrópu, Asíu og Ástralíu.