10" SJÓNLÍNUSKJÁR
Akstursupplýsingar úr LM 350h (7 sæta) eru birtar í lit beint á framrúðunni. Þessi 10" sjónlínuskjár gerir þér kleift að skoða leiðsögn, öryggisbúnað, upplýsingar og hljóðstillingar án þess að taka augun af veginum. Notkun skjásins er auðveld í gegnum snertirofa á stýrinu.
MARK LEVINSON®-HLJÓÐKERFI MEÐ 23 HÁTÖLURUM (FJÖGURRA SÆTA)
Farþegarýmið í fjögurra sæta LM 350h er nánast hljóðlaust og skapar fullkominn vettvang fyrir nýtt og sérhannað 23 hátalara Mark Levinson® Premium Surround Sound-hljóðkerfi. Kerfið er þróað af sérvöldum samstarfsaðilum okkar, Mark Levinson, og er fínstillt fyrir innanrými þessa bíls. Nýja Mark Levinson Premium Surround-hljóðkerfið með þrívíðum hljómi skilar einstökum 7,1 rásar heimabíóhljómi. Quantum Logic Immersion og ClariFi skila einstökum hljómi með því að greina þjappaðan uppruna hljóms og bæta upp fyrir týnd gögn. Hátalarar í breiðu lofti fjölnotabílsins auka enn á tónleikaupplifunina með því að skapa þrívíðan hljómburð. Hátalararnir í skilrúminu, fyrir ofan 48“ skjáinn í réttri hæð við eyrun, mynda djúpan og kraftmikinn hljóm sem tjáir andrúmsloft upprunalegu tónlistarinnar á eftirminnilegan hátt. Þá er ótalinn Blu-Ray spilari sem er innbyggður í skilrúmið neðst til vinstri þar sem hægt er að spila Blu-Ray diska, DVD-diska og geisladiska.