- Nýi Lexus NX fær hæstu einkunn, fimm stjörnur, í prófun hjá óháða öryggisprófanafyrirtækinu Euro NCAP
- Sportjeppinn náði glæsilegum árangri í öllum flokkum – vernd og öryggisaðstoð fyrir fullorðna, börn og gangangdi vegfarendur
- Árangurinn ber vott um gæði þriðju kynslóðar Lexus Safety System +, sem er staðalbúnaður í öllum nýjum NX-gerðum
- Einkunnir Euro NCAP eiga við um NX Hybrid 350h og NX Pug in Hybrid 450h+
- Varúðarráðstafanirnar í NX ganga lengra en viðmiðin í prófunum Euro NCAP segja til um, svo sem samtenging rafdrifnu hurðanna og blindsvæðisskynjarans til að koma í veg fyrir árekstra þegar dyr eru opnaðar í ógáti
Háþróaði öryggis- og akstursaðstoðarpakkinn sem fylgir glænýja Lexus NX tryggði honum hæstu einkunn, fimm stjörnur, hjá óháðu evrópsku árekstrarprófunarsamtökunum Euro NCAP.
Niðurstöðurnar úr prófununum sýna að NX náði framúrskarandi árangri í öllum flokkum. Þetta er staðfesting á gæðum og virkni þriðju kynslóðar Lexus Safety System +, sem er staðalbúnaður í öllum nýjum NX-gerðum og veitir, auk árekstraröryggisráðstafana og innbyggðs styrkleika bílsins, hámarksvernd við árekstur. Niðurstöðurnar eiga við um NX Hybrid 350h og NX Pug in Hybrid 450h+
Nánar tiltekið fékk NX 83% einkunn fyrir farþegavörn fyrir fullorðna, 87% fyrir börn, 83% fyrir gangandi vegfarendur og 91% fyrir öryggisaðstoðarkerfi.
Lexus hefur aukið umfang og virkni akstursöryggis og -aðstoðarkerfa sinna til muna svo hægt sé að greina fleiri hættur við hinar ýmsu akstursaðstæður. Í árekstrarviðvörunarkerfinu hafa til dæmis verið gerðar umbætur á radarmælinum og myndavélarkerfunum svo nú er hægt að greina gangandi vegfarendur og mótorhjól sem eru í vegi fyrir bílnum. Einnig er boðið upp á aukna vörn í beygjum á gatnamótum með því að greina hvenær hætta er á árekstri við umferð í gagnstæða átt eða gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk sem á leið yfir götuna.
NX var líka fyrsti Lexusinn sem er búinn nýja neyðarstýrisaðstoðarkerfinu sem greinir samstundis þegar ökumaðurinn rásar til að forðast hindrun, til dæmis gangandi vegfaranda eða kyrrstæðan bíl, og veitir sjálfvirka stýrisaðstoð um leið og bílnum er haldið á réttri akrein. Þetta, ásamt fleiri umbótum á kerfinu, hefur aukið möguleika á að greina slysahættu til muna.
Öll öryggisaðstoðarkerfin sem Euro NCAP prófaði fengu ágætiseinkunn, þar á meðal árekstraröryggiskerfið, akreinastýringin, hraðaaðstoðarkerfið og tæknin til að halda athygli ökumanns.
NX uppfyllir ekki bara lykilkröfur prófana Euro NCAP heldur er gengið lengra til að tryggja öruggan akstur og hugarró. Aðstoð við örugga útgöngu býður til dæmis upp á þau nýmæli að tengja rafdrifnu hurðirnar við blindsvæðisskynjarann þannig að ef skynjarinn greinir aðvífandi umferð að aftan er hætt við að opna dyrnar til að skapa ekki hættu á árekstri. Lexus Safety System + felur líka í sér bættan sjálfvirkan hraðastilli sem er fljótari að nema skyndilega aðkomu og fylgir eðlilegri stefnu í beygjum, með hraðastillingu sem er eðlilegri fyrir ökumanninn.
Lexus Safety System + er staðalbúnaður í öllum útgáfum af nýja NX en eigendur háþróaðri gerða geta líka bætt viðbótaröryggispakka við bílinn sinn. Þar á meðal er akreinaskiptihjálp, sem stýrir sjálfkrafa þegar ökumaður gefur stefnuljós í þjóðvegaakstri, og með umferðarskynjaranum að framan er notast við ratsjá til að vara ökumann við umferð sem nálgast frá hlið þegar ekið er út úr gatnamótum á hægum hraða.
Frekari upplýsingar um NX má finna á https://www.lexus.is/new-cars/nx/.