Lexus á Íslandi
HÖNNUNARVIKAN Í MÍLANÓ 2023

LEXUS: „SHAPED BY AIR“

Lexus kynnir „Shaped By Air“ og „Hönnunarverðlaun Lexus“ á Hönnunarvikunni í Mílanó 2023

  • Innsetning eftir Suchi Reddy sem er innblásin af útlínum og handverki Lexus Electrified Sport og er táknmynd fyrir stefnu fyrirtækisins um afburða sjálfbærni, nýsköpun og hönnun
  • Á sýningarsvæði Lexus á Hönnunarvikunni í Mílanó verður einnig haldin kynning á frumgerðum eftir fjóra handhafa hönnunarverðlauna Lexus árið 2023
  • Lexus-sýningarnar verða haldnar á Superstudio, via Tortona 27, frá 17. til 23. apríl

 

Lexus snýr aftur á Hönnunarvikuna í Mílanó í ár með nýja innsetningu eftir Suchi Reddy, rómaða listakonu og arkitekt frá New York. „Shaped by Air“ verður miðpunkturinn á sýningarsvæði Lexus á þessari stórkostlegu sýningu, sem er í fararbroddi á sviði alþjóðlegrar hönnunar. Við sama tilefni verða frumgerðirnar fjórar eftir handhafa hönnunarverðlauna Lexus 2023 einnig afhjúpaðar.

Reddy, sem er stofnandi Reddymade Architecture and Design, sótti sér innblástur í línur og handverk hins einstaka Lexus Electrified Sport sportbíls. Hún hefur skapað fágað og leikandi létt listaverk sem tjáir magnaða sjálfbærni, nýsköpun og hönnun sem eru hornsteinar alls starfs hjá Lexus. „Shaped by Air“ er óður til skuldbindingarinnar sem báðir samstarfsaðilarnir deila gagnvart kolefnishlutlausri og sérlega vandaðri hönnun sem setur manneskjuna í miðpunktinn. Afhjúpun verksins í Mílanó kemur í kjölfar frumsýningar þess hjá Institute of Contemporary Art, Miami (ICA Miami), á Lista- og hönnunarvikunni í Miami 2022.

Reddy hefur endurhugsað innsetninguna með hliðsjón af aðstæðum í Superstudio-sýningarrýminu í Mílanó dagana 17. til 23. apríl. Verkið er eftirmynd í fullri stærð af Lexus Electrified Sport, mótuðum úr ljósi og umvafinn fagurgrænum klippimyndaformum sem minna á lauf og kalla fram mynd af hreyfingu úti í náttúrunni. Á sýningunni í Mílanó verða þessi form hengd upp í loftið, eins og órói, og kalla fram í hugann áþekk form í hönnun bílsins, en minna um leið á klippimyndir Henri Matisse.

Reddy sagði um verkið: „Lexus hefur lagt mikla áherslu á nýsköpun – ásamt áherslu á listræna nálgun þar sem list og hönnun renna saman – og þess vegna vildi ég skapa heildræna upplifun sem er í senn höggmynd og rýmisupplifun.”

Höggmyndin er að hluta gerð úr endurunnum/endurnýttum neysluvörum og tjáir mikla og lifandi hreyfingu. Við fyrst sýn virðist verkið abstrakt, en þegar áhorfandinn kemur nær blasa við útlínur bíls. Reddy, sem leggur áherslu á að láta „formið ráðast af tilfinningunni“ í sinni hönnun, hefur nostrað við allt umhverfi innsetningarinnar og gert það notalegt, hugleiðsluhvetjandi og hlýlegt. Markmiðið er að gestunum líði eins og þeir séu að ganga um skóg, þar sem skrjáfar í laufum undir fótum þeirra. Í anda hinnar rómuðu Omotenashi-gestrisni Lexus verður boðið til upphækkaðrar setustofu þar sem hægt er að hvílast og hugleiða.

FRUMGERÐIR HANDHAFA HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS

Í sýningarrými við hliðina á innsetningunni „Shaped by Air“ verða sýndar frumgerðir verka eftir fjóra handhafa hönnunarverðlauna Lexus 2023, en hönnun þeirra endurspeglar sannfæringu Lexus um að hönnun geti leitt til jákvæðra breytinga fyrir heiminn allan. Þetta er ellefta árið sem verðlaunin eru veitt, en markmið þeirra er að vekja athygli á og styðja hæfileikafólk alls staðar að úr heiminum. Handhafar hönnunarverðlaunanna í ár, sem voru valdir úr hópi 2.068 innsendra verka frá 63 löndum, eru Pavels Hedström (Svíþjóð, starfar í Danmörku), Jiaming Liu (Kína), Temporary Office, (Vincent Lai, Singapúr, og Douglas Lee, Kanada, starfar í BNA) og Kyeongho Park og Yejin Heo (Suður-Kórea). Nánari upplýsingar um verðlaunahafana og þeirra hönnunarsýn eru aðgengilegar hjá fjölmiðlafulltrúa Lexus í Evrópu hér.

Í kynningu á markmiðum samkeppninnar í ár var hönnuðum boðið að senda inn hönnunarhugmyndir sem mæta ókomnum áskorunum um heim allan, gera líf fólks betra og hamingjuríkara og eru í anda grundvallarmarkmiða Lexus um framsýni, nýsköpun og hrifningu. Þetta árið mun Lexus einnig veita verðlaun fyrir „vinsælustu tillöguna“ og bjóða almenningi að kjósa sína eftirlætishönnunarhugmynd. Kosningin fer fram í apríl og verður opin fyrir bæði gestina á sýningunni og þau sem kynna sér verkin á netinu.

Brian Bolin, yfirmaður alþjóðamarkaðssetningar hjá Lexus, sagði: „Okkur er sérstök ánægja að geta þróað samstarf okkar við hina óviðjafnanlegu Suchi Reddy og fá að sjá Lexus Electrified Sport birtast okkur í hennar útfærslu, við hlið verkanna frá vinningshöfum hönnunarverðlauna Lexus. Suchi leggur ríka áherslu á að hönnun sín geri heiminn betri til framtíðar, sem fellur sérlega vel að markmiðum samkeppninnar okkar. Innsetningin hennar myndar því fullkominn samhljóm við sýninguna í ár.“

Lexus hefur skapað hrífandi og heildræna sýningarupplifun fyrir gesti Hönnunarvikunnar í Mílanó frá árinu 2005, í samstarfi við heimsþekkta og rómaða hönnuði á borð við Philippe Nigro, Neri Oxman, Sou Fujinoto, Rhizomatics og Germane Barnes, svo einhver séu nefnd.

Upplýsingar um viðburðinn

Dagsetningar:   Kynning fyrir fjölmiðla 17. apríl, 14:00 til 21:00; opið almenningi 18. til 23. apríl, 11:00 til 21:00

Staður: Superstudio Più, Via Tortona, 27, 20144 Mílanó, Ítalíu

Sýningargripir: Innsetningin „Shaped by Air“ eftir Suchi Reddy og frumgerðir hönnunarverka eftir handhafa hönnunarverðlauna Lexus 2023

Um Suchi Reddy

Suchi Reddy stofnaði Reddymade árið 2002 og leggur áherslu á hönnun með manneskjuna í miðpunkti. Hún fagnar fjölbreytni og jafnrétti og leitast um leið við að vera meðvituð um hagræn, umhverfistengd og menningarleg áhrif verka hennar á jafnt notendur sem plánetuna sem við byggjum.

Reddy gegndi stöðu „Walton Critic“ árið 2022 hjá Catholic University of America School of Architecture. Árið 2019 var hún skipuð í sérstaka heiðursprófessorsstöðu hjá University of Illinois School of Architecture, Champaign–Urbana, þar sem hún vinnur einkum að rannsóknum á samtímaupplifun á arkitektúr með nálgun sem byggir á taugamiðaðri fagurfræði og fyrirbærafræði og skynrænni hönnun. Reddy hefur haldið fyrirlestra og námskeið um starf fyrirtækisins víða, t.d. á árlegri ráðstefnu The Salk Institute for the Academy of Neuroscience for Architecture, við Unversity of Illinois, og við University of Wisconsin.  Hún situr í stjórnum The Design Trust for Public Space, Storefront for Art and Architecture og Madame Architect og situr einnig sérstakri ráðgjafanefnd hjá Detroit Mercy School of Architecture + Community Development.

Reddymade hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir afburða hönnun, þar á meðal viðurkenningar frá The American Institute of Architects og NYCxDesign. Verkefni Reddymade eru oft til umfjöllunar í miðlum, jafnt prentmiðlum sem á netinu, og stuðla þannig með virkum hætti að félagslegri og menningarlegri orðræðu um jákvæð áhrif taugamiðaðrar fagurfræði og hönnunar á líðan og líf allra.