- Innsetning eftir Suchi Reddy sem er innblásin af útlínum og handverki Lexus Electrified Sport og er táknmynd fyrir stefnu fyrirtækisins um afburða sjálfbærni, nýsköpun og hönnun
- Á sýningarsvæði Lexus á Hönnunarvikunni í Mílanó verður einnig haldin kynning á frumgerðum eftir fjóra handhafa hönnunarverðlauna Lexus árið 2023
- Lexus-sýningarnar verða haldnar á Superstudio, via Tortona 27, frá 17. til 23. apríl
Lexus snýr aftur á Hönnunarvikuna í Mílanó í ár með nýja innsetningu eftir Suchi Reddy, rómaða listakonu og arkitekt frá New York. „Shaped by Air“ verður miðpunkturinn á sýningarsvæði Lexus á þessari stórkostlegu sýningu, sem er í fararbroddi á sviði alþjóðlegrar hönnunar. Við sama tilefni verða frumgerðirnar fjórar eftir handhafa hönnunarverðlauna Lexus 2023 einnig afhjúpaðar.
Reddy, sem er stofnandi Reddymade Architecture and Design, sótti sér innblástur í línur og handverk hins einstaka Lexus Electrified Sport sportbíls. Hún hefur skapað fágað og leikandi létt listaverk sem tjáir magnaða sjálfbærni, nýsköpun og hönnun sem eru hornsteinar alls starfs hjá Lexus. „Shaped by Air“ er óður til skuldbindingarinnar sem báðir samstarfsaðilarnir deila gagnvart kolefnishlutlausri og sérlega vandaðri hönnun sem setur manneskjuna í miðpunktinn. Afhjúpun verksins í Mílanó kemur í kjölfar frumsýningar þess hjá Institute of Contemporary Art, Miami (ICA Miami), á Lista- og hönnunarvikunni í Miami 2022.
Reddy hefur endurhugsað innsetninguna með hliðsjón af aðstæðum í Superstudio-sýningarrýminu í Mílanó dagana 17. til 23. apríl. Verkið er eftirmynd í fullri stærð af Lexus Electrified Sport, mótuðum úr ljósi og umvafinn fagurgrænum klippimyndaformum sem minna á lauf og kalla fram mynd af hreyfingu úti í náttúrunni. Á sýningunni í Mílanó verða þessi form hengd upp í loftið, eins og órói, og kalla fram í hugann áþekk form í hönnun bílsins, en minna um leið á klippimyndir Henri Matisse.
Reddy sagði um verkið: „Lexus hefur lagt mikla áherslu á nýsköpun – ásamt áherslu á listræna nálgun þar sem list og hönnun renna saman – og þess vegna vildi ég skapa heildræna upplifun sem er í senn höggmynd og rýmisupplifun.”
Höggmyndin er að hluta gerð úr endurunnum/endurnýttum neysluvörum og tjáir mikla og lifandi hreyfingu. Við fyrst sýn virðist verkið abstrakt, en þegar áhorfandinn kemur nær blasa við útlínur bíls. Reddy, sem leggur áherslu á að láta „formið ráðast af tilfinningunni“ í sinni hönnun, hefur nostrað við allt umhverfi innsetningarinnar og gert það notalegt, hugleiðsluhvetjandi og hlýlegt. Markmiðið er að gestunum líði eins og þeir séu að ganga um skóg, þar sem skrjáfar í laufum undir fótum þeirra. Í anda hinnar rómuðu Omotenashi-gestrisni Lexus verður boðið til upphækkaðrar setustofu þar sem hægt er að hvílast og hugleiða.